Nýtt Linsanity í uppsiglingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 17:00 Cam Thomas hefur skorað samtals 134 stig í síðustu þremur leikjum Brooklyn Nets. getty/Al Bello Þótt augu flestra hafi verið á LeBron James var hann ekki sá eini sem sló met í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það gerði Cam Thomas, leikmaður Brooklyn Nets, líka. Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Thomas skoraði 43 stig þegar Brooklyn laut í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 112-116. Hann varð þar með yngsti leikmaður í sögu NBA til að skora fjörutíu stig eða meira í þremur leikjum í röð. Gamla metið átti Allen Iverson en það hafði staðið frá vorinu 1997. 3 straight 40+ point games for Cam Thomas. The youngest to do it in NBA history 43 PTS, 5 REB, 3 ASTFor more, download the NBA app: https://t.co/WFdLNEjikq pic.twitter.com/8PzRKmWvTp— NBA (@NBA) February 8, 2023 Thomas, sem er 21 og 117 daga gamall, skoraði 44 stig gegn Washington Wizards á laugardaginn, svo 47 stig gegn Los Angeles Clippers í fyrradag og loks 43 stig gegn Phoenix í nótt. Cam Thomas in his last 3 games:44 PTS | 5 REB | 5 AST47 PTS | 4 REB | 3 AST43 PTS | 5 REB | 3 ASTHe's the youngest player in NBA history to score 40 points in 3 straight games pic.twitter.com/Hsi0NuytaY— Bleacher Report (@BleacherReport) February 8, 2023 Gárungarnir eru nú byrjaðir að tala um að nýtt Linsanity-ævintýri. Frægt var þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið eins og skrattinn úr sauðaleggnum með New York Knicks tímabilið 2011-12 og skoraði eins og óður maður. Fram að því kunnu fáir deili á Lin. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Brooklyn skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks á dögunum og Thomas virðist vera tilbúinn í að taka að sér stærra hlutverk í sókninni, allavega ef marka má síðustu þrjá leiki. Fyrir þá hafði Thomas aðeins einu sinni skorað meira en 21 stig í leik á tímabilinu. Skotnýtingin í leikjunum þremur er stórgóð, eða 56 prósent. Brooklyn valdi Thomas með 27. valrétti í nýliðavalinu 2021. Á síðasta tímabili skoraði hann 8,5 stig að meðaltali í 67 leikjum í NBA. Í vetur er hann með 9,5 stig að meðaltali í leik en sú tala á að öllum líkindum eftir að hækka verulega, allavega ef mark er takandi á frammistöðu kappans í síðustu þremur leikjum.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli