Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 10:40 Sunak tók á móti Selenskí á flugvellinum. Instagram Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47