Bein útsending: Hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið 2023? Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2023 14:47 Tíu teymi munu kynna hugmyndir sínar fyrir dómurum Gulleggsins í hátíðarsal Grósku. KLAK Gulleggið 2023 verður afhent í hátíðarsal Grósku í Vatnsmýrinni í Reykjavík í dag. Tíu teymi munu kynna hugmyndir sínar fyrir dómurum Gulleggsins og verður í kjölfarið tilkynnt hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár. Sýnt verður beint frá viðburðinum og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og Solid Clouds. Útsendingin hefst klukkan 16 og stendur til um tvo tíma, en fylgjast má með í spilaranum að neðan. Hugmyndirnar sem tilnefndar eru til Gulleggsins 2023 eru: Aurora Interactive - Siðferðileg tölvuleikjagerð Aurora Interactive sér fyrir tilfærslu leikjamarkaðarins í átt að öruggara umhverfi og staðsetur sig til að vera leiðandi í gerð sögudrifinna leikja á heimsvísu. Aurora er í þróunarfasa á sínu fyrsta hugverki sem verður sögudrifinn ævintýraleikur í léttum anda. Dion Duff, Friðrik Snær Tómasson & Halldór Heiðberg Friðrik Snær Halldórsson og Halldór Stefánsson.Klak Bambaló Barnapössun- Snjallforrit sem tengir fjölskyldur við barnapíur Bambaló er lausn á vandamáli margra foreldra og forráðamanna á Íslandi sem þurfa að reiða sig á ættmenni eða vinafólk til að komast í burtu frá heimilinu í nokkra tíma. Snjallforritið mun tengja saman foreldra og barnapíur á einfaldann, fljótlegan og öruggan hátt. Aníta Ísey og Rebekka Levin. Aníta Ísey og Rebekka Levin.Klak Better Sex - Lykilinn að góðu kynlífi er samtalið Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Þú getur fræðst um allt mögulegt í tengslum við kynlíf og sambönd, á einum stað, með fremstu sérfræðingum í heimi, hvar sem er, hvenær sem er. Sigga Dögg & Sævar Eyjólfsson Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.Klak EZZE- Samfélagsmiðill fyrir notaðar vörur Fyrirtækið okkar heitir EZZE og viljum við gera sölur og kaup á notuðum vörum jafn auðveld og skemmtileg og að skrolla á instagram! Með appi til að kaupa, selja, bjóða í og gefa vörur en einnig followa, likea og spjalla við aðra allt á einum stað, þannig líka fara vörur beint á heimasíðu fólksins sem hefur áhuga á þeim. Við ætlum einnig að auðvelda þér skiptin á vörunum með að bjóða upp á valkosti sem henta þér eins og að fá sent heim, sækja eða ná í næsta póstbox. Svo þú þarft ekki einu sinni að hitta seljandann! Þóra Ólafsdóttir & Donna Cruz Þóra Ólafsdóttir og Donna Cruz.Klak PellisCol PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar Spa húðvörur úr hreinu íslensku kollageni PellisCol ætlar að þróa og setja á markað Spa húðvörur byggðar á íslensku kollageni og færa þannig kollagenið nær húðinni. Vörur PellisCol munu innihalda hágæða íslenskt kollagen sem unnið er úr þorskroði á einstakan og sjálfbæran hátt. Íris Björk Marteinsdóttir & Ívar Örn Marteinsson Íris Björk Marteinsdóttir og Ívar Örn Marteinsson.Klak Sápulestin- Endurunninn fjársjóður Sápulestin lítur á steikingarolíuna sem stíflar fráveitukerfin og mengar sjávarlífið sem glötuð verðmæti. Sápulestin bjargar þessum fjársjóði og nýtir í kaldpressaðar sápur. Alda Leifsdóttir & Elísabet Halldórsdóttir Alda Leifsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir.Klak Snux - Það er hægt að hætta Snux er einföld lausn til að styðja við atferlisbreytingu þegar einstaklingar hafa ákveðið að hætta notkun nikótínpúða. Púðarnir eru framleiddir úr öruggu læknasílíkoni, eru hannaðir útfrá lögun klassískra nikotínpúða og eru endurnýtanlegir. Harpa Hjartardóttir.Klak SoFo - Valdeflir unga fjárfesta Stærsta hindrun í að gerast fjárfestir er að skilja markaðinn. Ungt fólk er sífellt meira að leitast í samfélagsmiðla til að læra á markaðinn en þar er erfitt að vita hverjum er treystandi. SoFo eða Social PortFolio er gagnadrifinn samfélagsmiðill fyrir alla fjárfesta til að deila skoðunum, læra á markaðinn, og rísa á toppinn. Fjölnir Þrastarson, Þórarinn Sigurvin Gunnarsson & Friðrik Örn Gunnarsson Fjölnir Þrastarson og Þórarinn Sigurvin Gunnarsson.Klak Soultech - Sálfræðimeðferðin innan handar Við erum að þróa stafrænt umhverfi sem auðveldar alla sálfræðimeðferðarvinnu. Við styðjum við sálfræðinga í starfi með verkfæri sem heldur utan um meðferðirnar sem þeir veita, auðveldar yfirsýn og eftirfylgni. Við gerum skjólstæðingum og almenningi kleift að fara í gegnum sálfræðimeðferðir í hugbúnaðnum. Þannig getur almenningur sótt sér sjálfshjálpar sálfræðimeðferðir & skjólstæðingar hafa meðferðina á sér þegar þau þurfa mest á henni að halda. Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir & Hrefna Líf Ólafsdóttir Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir og Hrefna Líf Ólafsdóttir.Klak StitchHero - The creative knitter’s companion for knitwear design StitchHero kollvarpar því hvernig skapandi prjónarar prjóna með því að valdefla þau til þess að hanna og skapa flíkur eftir eigin höfði – án þess tíma og orku sem fylgir því að skrifa prjónauppskriftir. StitchHero er öflugur hönnunarhugbúnaðar með þæginlegu viðmóti sem umbreytir hönnun í nýtanlega prjónauppskrift. StitchHero hjálpar prjónurum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika með víðfeðmu hönnunarsafni, allt frá sniði, litamynstri og mismunandi lykkjumynstri fyrir margar tegundir flíka. Þórey Rúnarsdóttir & Marta Schluneger Þórey Rúnarsdótti og Marta Schluneger.Klak Nýsköpun Tengdar fréttir Hugmyndirnar sem keppa í úrslitum Gulleggsins í ár Tíu teymi hafa verið valin til að taka þátt í lokakeppninni um Gulleggið 2023. Keppnin fer fram þann 10. febrúar næstkomandi í Grósku og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu hér á Vísi. 2. febrúar 2023 16:28 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sýnt verður beint frá viðburðinum og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og Solid Clouds. Útsendingin hefst klukkan 16 og stendur til um tvo tíma, en fylgjast má með í spilaranum að neðan. Hugmyndirnar sem tilnefndar eru til Gulleggsins 2023 eru: Aurora Interactive - Siðferðileg tölvuleikjagerð Aurora Interactive sér fyrir tilfærslu leikjamarkaðarins í átt að öruggara umhverfi og staðsetur sig til að vera leiðandi í gerð sögudrifinna leikja á heimsvísu. Aurora er í þróunarfasa á sínu fyrsta hugverki sem verður sögudrifinn ævintýraleikur í léttum anda. Dion Duff, Friðrik Snær Tómasson & Halldór Heiðberg Friðrik Snær Halldórsson og Halldór Stefánsson.Klak Bambaló Barnapössun- Snjallforrit sem tengir fjölskyldur við barnapíur Bambaló er lausn á vandamáli margra foreldra og forráðamanna á Íslandi sem þurfa að reiða sig á ættmenni eða vinafólk til að komast í burtu frá heimilinu í nokkra tíma. Snjallforritið mun tengja saman foreldra og barnapíur á einfaldann, fljótlegan og öruggan hátt. Aníta Ísey og Rebekka Levin. Aníta Ísey og Rebekka Levin.Klak Better Sex - Lykilinn að góðu kynlífi er samtalið Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Þú getur fræðst um allt mögulegt í tengslum við kynlíf og sambönd, á einum stað, með fremstu sérfræðingum í heimi, hvar sem er, hvenær sem er. Sigga Dögg & Sævar Eyjólfsson Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.Klak EZZE- Samfélagsmiðill fyrir notaðar vörur Fyrirtækið okkar heitir EZZE og viljum við gera sölur og kaup á notuðum vörum jafn auðveld og skemmtileg og að skrolla á instagram! Með appi til að kaupa, selja, bjóða í og gefa vörur en einnig followa, likea og spjalla við aðra allt á einum stað, þannig líka fara vörur beint á heimasíðu fólksins sem hefur áhuga á þeim. Við ætlum einnig að auðvelda þér skiptin á vörunum með að bjóða upp á valkosti sem henta þér eins og að fá sent heim, sækja eða ná í næsta póstbox. Svo þú þarft ekki einu sinni að hitta seljandann! Þóra Ólafsdóttir & Donna Cruz Þóra Ólafsdóttir og Donna Cruz.Klak PellisCol PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar Spa húðvörur úr hreinu íslensku kollageni PellisCol ætlar að þróa og setja á markað Spa húðvörur byggðar á íslensku kollageni og færa þannig kollagenið nær húðinni. Vörur PellisCol munu innihalda hágæða íslenskt kollagen sem unnið er úr þorskroði á einstakan og sjálfbæran hátt. Íris Björk Marteinsdóttir & Ívar Örn Marteinsson Íris Björk Marteinsdóttir og Ívar Örn Marteinsson.Klak Sápulestin- Endurunninn fjársjóður Sápulestin lítur á steikingarolíuna sem stíflar fráveitukerfin og mengar sjávarlífið sem glötuð verðmæti. Sápulestin bjargar þessum fjársjóði og nýtir í kaldpressaðar sápur. Alda Leifsdóttir & Elísabet Halldórsdóttir Alda Leifsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir.Klak Snux - Það er hægt að hætta Snux er einföld lausn til að styðja við atferlisbreytingu þegar einstaklingar hafa ákveðið að hætta notkun nikótínpúða. Púðarnir eru framleiddir úr öruggu læknasílíkoni, eru hannaðir útfrá lögun klassískra nikotínpúða og eru endurnýtanlegir. Harpa Hjartardóttir.Klak SoFo - Valdeflir unga fjárfesta Stærsta hindrun í að gerast fjárfestir er að skilja markaðinn. Ungt fólk er sífellt meira að leitast í samfélagsmiðla til að læra á markaðinn en þar er erfitt að vita hverjum er treystandi. SoFo eða Social PortFolio er gagnadrifinn samfélagsmiðill fyrir alla fjárfesta til að deila skoðunum, læra á markaðinn, og rísa á toppinn. Fjölnir Þrastarson, Þórarinn Sigurvin Gunnarsson & Friðrik Örn Gunnarsson Fjölnir Þrastarson og Þórarinn Sigurvin Gunnarsson.Klak Soultech - Sálfræðimeðferðin innan handar Við erum að þróa stafrænt umhverfi sem auðveldar alla sálfræðimeðferðarvinnu. Við styðjum við sálfræðinga í starfi með verkfæri sem heldur utan um meðferðirnar sem þeir veita, auðveldar yfirsýn og eftirfylgni. Við gerum skjólstæðingum og almenningi kleift að fara í gegnum sálfræðimeðferðir í hugbúnaðnum. Þannig getur almenningur sótt sér sjálfshjálpar sálfræðimeðferðir & skjólstæðingar hafa meðferðina á sér þegar þau þurfa mest á henni að halda. Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir & Hrefna Líf Ólafsdóttir Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir og Hrefna Líf Ólafsdóttir.Klak StitchHero - The creative knitter’s companion for knitwear design StitchHero kollvarpar því hvernig skapandi prjónarar prjóna með því að valdefla þau til þess að hanna og skapa flíkur eftir eigin höfði – án þess tíma og orku sem fylgir því að skrifa prjónauppskriftir. StitchHero er öflugur hönnunarhugbúnaðar með þæginlegu viðmóti sem umbreytir hönnun í nýtanlega prjónauppskrift. StitchHero hjálpar prjónurum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika með víðfeðmu hönnunarsafni, allt frá sniði, litamynstri og mismunandi lykkjumynstri fyrir margar tegundir flíka. Þórey Rúnarsdóttir & Marta Schluneger Þórey Rúnarsdótti og Marta Schluneger.Klak
Nýsköpun Tengdar fréttir Hugmyndirnar sem keppa í úrslitum Gulleggsins í ár Tíu teymi hafa verið valin til að taka þátt í lokakeppninni um Gulleggið 2023. Keppnin fer fram þann 10. febrúar næstkomandi í Grósku og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu hér á Vísi. 2. febrúar 2023 16:28 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hugmyndirnar sem keppa í úrslitum Gulleggsins í ár Tíu teymi hafa verið valin til að taka þátt í lokakeppninni um Gulleggið 2023. Keppnin fer fram þann 10. febrúar næstkomandi í Grósku og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu hér á Vísi. 2. febrúar 2023 16:28