Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 13:46 Farið var með leikskólabarnið á sjúkrahús eftir að það setti nikótínpúða upp í sig. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“ Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“
Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira