Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 83-67 | Gönguferð í garðinum hjá Haukum Andri Már Eggertsson skrifar 9. febrúar 2023 22:10 Norbertas Giga var frábær í liði Hauka í kvöld. Vísir/Diego Haukar fóru illa með topplið Keflavíkur og unnu sannfærandi sextán stiga sigur. Haukar enduðu annan leikhluta á góðu áhlaupi og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks. Keflavík komst ekki með neinu ráði inn í leikinn og Haukar fögnuðu sigri 83-67. Það var hart barist í Ólafsal til að byrja með en baráttuandi Keflavíkur átti fljótt eftir að verða að engu. Keflavík mætti venju samkvæmt með turnana Milka og Okeke og Haukar voru meðvitaðir um að baráttan í teignum yrði lykilatriði í að leggja toppliðið af velli. Þrátt fyrir að Keflavík hafi tekið 14 fráköst á fyrstu tíu mínútunum sem var einu frákasti frá því að vera jafn mikið og stigin sem Keflavík gerði í fyrsta leikhluta þá spiluðu Haukar góða vörn í teignum. Eftir fyrsta fjórðung var staðan jöfn 15-15. Það var töluvert meira flæði í öðrum leikhluta en leikurinn var mikið stopp í fyrsta fjórðungi út af hinu og þessu sem tafði leikinn og spilamennskan var eftir því. Haukar settu í fluggírinn þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og keyrðu upp hraðann sem Keflvíkingar áttu engin svör við. Haukar unnu síðustu tvær mínúturnar 12-3 og Darwin Davis setti rjómann ofan á kökuna þegar Valur Orri tapaði boltanum og hann refsaði með flautuþristi. Staðan í hálfleik var 44-33. Haukar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og gerðu fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Áhlaup Hauka endaði í 20-3 og Keflvíkingar höfðu engan áhuga á að snúa taflinu við. Þrátt fyrir að hafa náð að minnka forskot Hauka niður í átta stig þegar haldið var síðasta leikhluta gerði Keflavík aldrei tilkall til að vinna leikinn. Haukar gerðu það sem þeir þurftu í fjórða leikhluta og unnu sannfærandi sextán stiga sigur á Keflavík 83-67. Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu sinn besta á leik á tímabilinu í kvöld. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar þar sem þeir ýttu Keflvíkingum út úr öllu sem þeir vildu gera. Keflavík skoraði aðeins 67 stig sem er það lægsta sem toppliðið hefur gert á tímabilinu. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Giga stóð vaktina vel í teignum varnarlega og var einnig öflugur sóknarlega. Giga skoraði 21 stig, tók 9 fráköst og endaði með 28 framlagspunkta. Daníel Ágúst Halldórsson var með bestu tölfræðina í leiknum. Daníel skoraði ekki stig en með hann inn á vellinum unnu Haukar með 26 stigum. Hvað gekk illa? Hvernig Hjalti stýrði liðinu í kvöld var til skammar. Hjalti gerði aldrei tilkall til að reyna að breyta þróun leiksins. Hjalti tók leikhlé í stöðunni 25-21 í öðrum leikhluta og næsta leikhlé Hjalta var í stöðunni 74-56 þegar fimm mínútur voru eftir og úrslit leiksins gott sem ráðin. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast ÍR og Haukar klukkan 19:15. Keflavík fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 20:15 næsta föstudag. Maté Dalmay: „Þetta var besti leikurinn okkar í vörn“ Maté Dalmay var ánægður með sigur kvöldsins Vísir / Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ánægður með sextán stiga sigur á toppliði Keflavíkur. „Þetta var besti leikurinn okkar í vörn. Mér fannst strákarnir sem voru að elta Igor Maric yfir hindranirnar gera vel og hann fékk ekki opið þriggja stiga skot í þessum leik. Þeir sem spiluðu vörn á Hörð Axel gerðu vel í að stýra því hvert hann var að fara og fórnuðu orku í það.“ Maté Dalmay var ánægður með áhlaup Hauka undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks sem endaði í 20-3. „Við höfum verið að spila illa þegar það er að koma hálfleikur. Ég hef brennt mig á því og verið að rúlla illa á liðinu en við erum að reyna að breyta til þannig menn eru ferskir og mínir bestu menn eru inn á og fórum hressir og með sjálfstraust inn í klefa í hálfleik,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Hjalti: Menn eru ekki hoppandi kátir eftir tapleik Hjalti Þór var svekktur eftir leik.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ósáttur með tap gegn Haukum í Ólafssal. „Þetta var off-dagur og stundum gerist það. Það voru allt of margir sem voru lélegir og við þurfum að taka til í hausnum á okkur og gíra okkur upp í þessa leiki,“ sagði Hjalti Þór og hélt áfram. „Þú ert í vinnu og þú þarft að lifa daginn og þetta er nákvæmlega sama. Stundum áttu off dag og stundum líður þér ekki vel og stundum ertu í góðu skapi og þá er það bara þannig.“ Hjalti viðurkenndi að hann hefði getað brugðist öðruvísi við í leiknum en hann tók sitt annað leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. „Ég á eftir að skoða leikinn aftur. Ég hef bara tilfinningu fyrir leiknum á meðan hann er í gangi og það var bara þannig.“ Það var mikið andleysi í liði Keflavíkur í kvöld og Hjalti sagði að hann bæri að hluta til ábyrgð á því. „Þetta voru vonbrigði, menn ætluðu að koma og vinna en voru ekki gíraðir og menn voru þungir og langt frá því að vera hoppandi kátir eftir tap,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF
Haukar fóru illa með topplið Keflavíkur og unnu sannfærandi sextán stiga sigur. Haukar enduðu annan leikhluta á góðu áhlaupi og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks. Keflavík komst ekki með neinu ráði inn í leikinn og Haukar fögnuðu sigri 83-67. Það var hart barist í Ólafsal til að byrja með en baráttuandi Keflavíkur átti fljótt eftir að verða að engu. Keflavík mætti venju samkvæmt með turnana Milka og Okeke og Haukar voru meðvitaðir um að baráttan í teignum yrði lykilatriði í að leggja toppliðið af velli. Þrátt fyrir að Keflavík hafi tekið 14 fráköst á fyrstu tíu mínútunum sem var einu frákasti frá því að vera jafn mikið og stigin sem Keflavík gerði í fyrsta leikhluta þá spiluðu Haukar góða vörn í teignum. Eftir fyrsta fjórðung var staðan jöfn 15-15. Það var töluvert meira flæði í öðrum leikhluta en leikurinn var mikið stopp í fyrsta fjórðungi út af hinu og þessu sem tafði leikinn og spilamennskan var eftir því. Haukar settu í fluggírinn þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og keyrðu upp hraðann sem Keflvíkingar áttu engin svör við. Haukar unnu síðustu tvær mínúturnar 12-3 og Darwin Davis setti rjómann ofan á kökuna þegar Valur Orri tapaði boltanum og hann refsaði með flautuþristi. Staðan í hálfleik var 44-33. Haukar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og gerðu fyrstu átta stigin í seinni hálfleik. Áhlaup Hauka endaði í 20-3 og Keflvíkingar höfðu engan áhuga á að snúa taflinu við. Þrátt fyrir að hafa náð að minnka forskot Hauka niður í átta stig þegar haldið var síðasta leikhluta gerði Keflavík aldrei tilkall til að vinna leikinn. Haukar gerðu það sem þeir þurftu í fjórða leikhluta og unnu sannfærandi sextán stiga sigur á Keflavík 83-67. Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu sinn besta á leik á tímabilinu í kvöld. Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar þar sem þeir ýttu Keflvíkingum út úr öllu sem þeir vildu gera. Keflavík skoraði aðeins 67 stig sem er það lægsta sem toppliðið hefur gert á tímabilinu. Hverjir stóðu upp úr? Norbertas Giga átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Giga stóð vaktina vel í teignum varnarlega og var einnig öflugur sóknarlega. Giga skoraði 21 stig, tók 9 fráköst og endaði með 28 framlagspunkta. Daníel Ágúst Halldórsson var með bestu tölfræðina í leiknum. Daníel skoraði ekki stig en með hann inn á vellinum unnu Haukar með 26 stigum. Hvað gekk illa? Hvernig Hjalti stýrði liðinu í kvöld var til skammar. Hjalti gerði aldrei tilkall til að reyna að breyta þróun leiksins. Hjalti tók leikhlé í stöðunni 25-21 í öðrum leikhluta og næsta leikhlé Hjalta var í stöðunni 74-56 þegar fimm mínútur voru eftir og úrslit leiksins gott sem ráðin. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast ÍR og Haukar klukkan 19:15. Keflavík fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn klukkan 20:15 næsta föstudag. Maté Dalmay: „Þetta var besti leikurinn okkar í vörn“ Maté Dalmay var ánægður með sigur kvöldsins Vísir / Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ánægður með sextán stiga sigur á toppliði Keflavíkur. „Þetta var besti leikurinn okkar í vörn. Mér fannst strákarnir sem voru að elta Igor Maric yfir hindranirnar gera vel og hann fékk ekki opið þriggja stiga skot í þessum leik. Þeir sem spiluðu vörn á Hörð Axel gerðu vel í að stýra því hvert hann var að fara og fórnuðu orku í það.“ Maté Dalmay var ánægður með áhlaup Hauka undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi síðari hálfleiks sem endaði í 20-3. „Við höfum verið að spila illa þegar það er að koma hálfleikur. Ég hef brennt mig á því og verið að rúlla illa á liðinu en við erum að reyna að breyta til þannig menn eru ferskir og mínir bestu menn eru inn á og fórum hressir og með sjálfstraust inn í klefa í hálfleik,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Hjalti: Menn eru ekki hoppandi kátir eftir tapleik Hjalti Þór var svekktur eftir leik.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ósáttur með tap gegn Haukum í Ólafssal. „Þetta var off-dagur og stundum gerist það. Það voru allt of margir sem voru lélegir og við þurfum að taka til í hausnum á okkur og gíra okkur upp í þessa leiki,“ sagði Hjalti Þór og hélt áfram. „Þú ert í vinnu og þú þarft að lifa daginn og þetta er nákvæmlega sama. Stundum áttu off dag og stundum líður þér ekki vel og stundum ertu í góðu skapi og þá er það bara þannig.“ Hjalti viðurkenndi að hann hefði getað brugðist öðruvísi við í leiknum en hann tók sitt annað leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. „Ég á eftir að skoða leikinn aftur. Ég hef bara tilfinningu fyrir leiknum á meðan hann er í gangi og það var bara þannig.“ Það var mikið andleysi í liði Keflavíkur í kvöld og Hjalti sagði að hann bæri að hluta til ábyrgð á því. „Þetta voru vonbrigði, menn ætluðu að koma og vinna en voru ekki gíraðir og menn voru þungir og langt frá því að vera hoppandi kátir eftir tap,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti