Þessa vikuna fá lesendur að sjá tilþrif þriðjudagsins og fimmtudagsins í sama pakkanum. Við hefjum leik á tilþrifum þriðjudagsins þar sem Bjarni var allt í öllu í ótrúlegum sigri toppliðs Atlantic Esports gegn Viðstöðu. Bjarni tók þá út fjóra meðlimi anstæðingana á einhvern ótrúlegan hátt og átti stóran þátt í því að toppliðið komst í framlengingu og er nú nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn eftir sigur þriðjudagsins.
Í gær var það svo Dabbehhh sem sýndi frábær tilþrif þegar hann hreinsaði meðlimi Breiðabliks af kortinu einn af öðrum í öruggum sigri Þórs. Þórsarar eru nú jafnir Atlantic að stigum á toppnum, en þurfa að treysta á að toppliðið tapi stigum til að geta stolið deildarmeistaratitlinum.