Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 10:57 Eflingarliðar reyndu að stöðva Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem var á leið af ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43