KSÍ skoðar keppnisvelli á erlendri grundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 19:01 Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Stjórn KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, ákvað á fundi sínum á fimmtudag að athuga með mögulega leikstaði A-landsliða Íslands á erlendri grundu fari svo að liðin þurfi að leika umspilssleiki í febrúar eða mars á komandi árum. Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar. Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér segir að það sé búið að láta UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vita af þessari ákvörðun. „Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að umspilsleikir A landsliðs karla séu leiknir í marsmánuði [heima og/eða heiman] og skemmst er að minnast EM umspilsleiks sem karlaliðið átti að leika við Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars 2020, sem ekki varð þó af vegna Covid faraldursins. KSÍ hafði lagt í umtalsverðan kostnað við að undirbúa leikinn og gera Laugardalsvöll leikhæfan þegar leikurinn var blásinn af,“ segir í tilkynningu KSÍ. „UEFA kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag keppna A-landsliða kvenna og hefur Þjóðadeild verið sett á laggirnar, líkt og í keppna karla landsliða. Í nýja fyrirkomulaginu eru á dagskrá umspilsleikir í febrúar [heima og að heiman] og hafi það þótt ærið verkefni að gera Laugardalsvöll leikhæfan í mars ár hvert miðað við núverandi ástand leikvangsins, þá er ljóst að febrúar er enn erfiðara verkefni,“ segir jafnframt í tilkynningu sambandsins. Verða einhverjir Íslendingar á Tene í febrúar eða mars? https://t.co/e17dwLpv2t— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 10, 2023 Þá er farið yfir hvernig Laugardalsvöllur er uppsettur. Hann er opinn leikvangur, án þaks og með litlu sem engu skjóli fyrir veðri og vindum. Þá er bent á að ekki sé hitakerfi undir vellinum sjálfum. Ekki kemur fram hvaða landa KSÍ horfir til. Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Vegna möguleikans á að A landslið karla leiki umspilsleiki í mars og að A landslið kvenna leiki umspilsleiki í febrúar á komandi árum hefur stjórn KSÍ ákveðið að fela framkvæmdastjóra að kanna mögulega leikstaði erlendis sem valkosti fyrir heimaleiki A landsliða Íslands ef til þess kemur. Markmiðið er vissulega alltaf að liðin komist beint í lokakeppni [eða forðist fall um deild í Þjóðadeild, ef við á] án þess að þurfa að leika í umspilsleikjum, en rétt er að huga að undirbúningi og kanna fýsileika annarra valkosta ef til þess kæmi að það markmið næðist ekki og að leiðin í lokakeppni [eða að forðast fall] verði í gegnum umspilsleiki í mars eða febrúar.
Fótbolti KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira