Við förum yfir stöðu kjaraviðræðnanna, óvenjulega yfirlýsingu ASÍ og dramatík dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.
Við sýnum einnig nýjustu myndir frá hamförunum í Tyrklandi og Sýrlandi. Björgun tveggja kornabarna undan húsarústum hefur vakið heimsathygli og íslenskir verkfræðingar á hamfarasvæði í Suður-Tyrklandi segja frá því sem fyrir augu ber.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá úrslitakvöldi Idol, þar sem spennan er í hámarki, greinum frá miklu hitamáli sem skapast hefur í kringum reynitré við Grettisgötu og hittum einn hugulsamasta póstburðarmann landsins. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.