Viðskipti innlent

Sigga Dögg og Sæ­var hlutu Gul­leggið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.
Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson. KLAK

Teymið á bak við Better Sex, „lykillinn að góðu kynlífi er samtalið,“ vann Gulleggið 2023, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Úrslitin voru kynnt í dag.

Keppnin hefur reynst stökkpallur fyrir fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, Pay Analytics, Genki og fjölmörg önnur. Lokakeppni Gulleggsins fór fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni kepptu til úrslita.

Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf.

„Þú getur fræðst um allt mögulegt í tengslum við kynlíf og sambönd, á einum stað, með fremstu sérfræðingum í heimi, hvar sem er, hvenær sem er.“

Teymið samanstendur af parinu Siggu Dögg og Sævari Eyjólfssyni. 


Tengdar fréttir

Bein út­sending: Hvaða hug­mynd hlýtur Gul­leggið 2023?

Gulleggið 2023 verður afhent í hátíðarsal Grósku í Vatnsmýrinni í Reykjavík í dag. Tíu teymi munu kynna hugmyndir sínar fyrir dómurum Gulleggsins og verður í kjölfarið tilkynnt hvaða hugmynd hlýtur Gulleggið í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×