Goðsögnin tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum sínum í gærkvöldi.
Hinn 47 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í opinberu golfmóti síðan í júlí á síðasta ári og lék síðast á PGA mótaröðinni í október 2020.
Tiger er einn af sigursælustu kylfingum sögunnar, hefur unnið 82 sinnum á PGA mótaröðinni.
Genesis Invitational á sér langa sögu og er hluti af PGA mótaröðinni en leikið er á hinum goðsagnakennda Riviera Country Club í Los Angeles.