Bæjarar unnu sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið fékk Bochum í heimsókn á Allianz Arena. Þar voru það Thomas Müller, Kingsley Coman og Serge Gnabry sem skoruðu mörk heimamanna.
Borussia Dortmund lagði Werder Bremen að velli með tveimur mörkum gegn engu. Varamaðurinn Jamie Bynoe Gittens og Julian Brandt sáu til þess að að Borussia Dortmund fór með sigur af hólmi í þeim leik.
Bayern München hefur þriggja stiga forskot á Borussia Dortmund á toppi deildarinnar en Union Berlin, sem er einu stigi á eftir Borussia Dortmund mætir RB Leipzig í kvöld.
Freiburg, sem er í fjórða sæti deildarinnar, bar sigurorð af Stuttgart, Bayer Leverkusen hafði betur gegn Hoffenheim og Mainz sigraði Augsburg.