Svissneskur sigur í bruni karla og franskt gull í skíðaskotfimi Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:46 Svissneska liðið fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Marco Odermatt fór með sigur af hólmi í bruni karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú fer fram í Frakklandi. Þá vann Julia Simon sigur í eltigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi. Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag. Skíðaíþróttir Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í alpagreinum er nú í fullum gangi í Courchevel í Frakklandi og í morgun var komið að bruni karla en brun er hraðasta alpagreinin sem keppt er í öllu jafna. Það var Svisslendingurinn Marco Odermatt sem fagnaði sigri í keppninni í dag en hann náði gullinu á undan Norðmanninum Aleksander Aamodt Kilde sem endaði í öðru sæti tæpri hálfri sekúndu á eftir Odermatt. Odermatt, Aamodt-Kilde og Alexander fagna að keppni lokinni í dag.VísirGetty Þetta eru önnur silfurverðlaun Aamodt-Kilde á mótinu því hann fékk einnig silfurverðlaun í risasvigi en þá var hann aðeins einum hundraðshluta á eftir sigurvegaranum James Crawford frá Kanada. Cameron Alexander, landi Crawford, varð í þriðja sæti í bruninu í dag og hreppti bronsverðlaun. Sigur Odermatt þýðir að Sviss vann tvöfalt í bruninu því Jasmine Flury vann sigur í kvennaflokki í gær. Sviss og Ítalía hafa bæði fengið tvenn gullverðlaun á mótinu sem lýkur um næstu helgi. Franskt gull í eltigöngu Einnig er í gangi heimsmeistaramótið í skíðaskotfimi en mótið fer fram í Oberhof í Þýskalandi. Í dag var keppt í tíu kílómetra eltigöngu kvenna en í þeirri grein eru keppendur ræstir í þeirri röð og með þeim tímamismun sem var að lokinni sprettgöngu sem fór fram á föstudag. Þar var það hin þýska Denise Hermann-Wick sem fékk gullið og byrjaði hún því fremst í dag. Hermann-Wick var lengi vel í baráttunni um gullið í dag en í síðustu skothrinunni tók Julia Simon frá Frakklandi forystuna og lét hana ekki af hendi eftir það. Í öðru sæti varð Hermann-Wick en Marte Olsbu Röiseland fékk bronsið. Gullverðlaun Simon eru athyglisverð í því ljósi að hún byrjaði rúmri mínútu á eftir Hermann-Wick en Simon varð í tíunda sæti í sprettgöngunni á föstudag.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti