Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. febrúar 2023 16:31 Frá fjöldamótmælum í Toulouse í gær. Alain Pitton/Getty Images Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. „Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp. Frakkland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp.
Frakkland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira