Ég sé skýrar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:00 Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun