Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir? Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 13. febrúar 2023 10:30 Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif. Tekjur af Landsvirkjun í sveitasjóð hafa skapað þægindaramma þannig að þörfin til að skapa fjölbreytt atvinnulíf var ekki til staðar. Þar sem hin sveitarfélögin höfðu ekki slíkar tekjur var þörfin til staðar sem ýtti þeim í að skapa fjölbreytt atvinnulíf sem dregur fleiri íbúa inn í sveitarfélagið og eykur tekjur í sveitasjóð. Samanburðar sveitarfélögin höfðu ekki þessar tryggu tekjur og þurftu því að leggja sig fram við að skapa fjölbreyttara atvinnulíf. Í dag eru þau því miklu framar í samanburðinum, með mannfjöldaþróun umfram landsmeðaltal, hærri rekstrartekjur og betri rekstrarniðurstöðu per íbúa. Í greininni líkti ég sambúð Landsvirkjunar með sveitinni við samband staðalmynda ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar. Sambandið hafi byrjað farsællega þar sem báðir höfðu hag af, en með tímanum hafi sambandið súrnað. Ríki valdakarlinn fór að ætlast til þess að ganga á rétt eiginkonunnar undir því yfirskini að hún hefði það nú svo gott af fjármagninu sem hann skaffar henni. Nú ætlast ríki valdakarlinn til þess að eiginkonan veiti sér framkvæmdaleyfi til að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun og þar með reisa 4 ferkílómetra stórt inntakslón í miðri sveit. Þetta yrði næststærsta lónið í Þjórsá sem fer yfir lönd bænda og íbúa. Til samanburðar er allur Vesturbær Reykjavíkur, frá Suðurgötu að Gróttu um 4 ferkílómetrar. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig samningar við landeigendur voru þvingaðir fram, en þeir samningar hafa verið grundvöllur að því sveitarstjórn breytti skipulagsgögnum til að gera ráð fyrir virkjuninni og því að Orkustofnun veitti virkjunarleyfi. Einnig ætla ég fara yfir þann vafa á því hvort Landsvirkjun sé yfir höfuð lagalegur rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá. Samningagerð við landeigendur Landsvirkjun hefur lengi verið með áætlanir um að byggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vísar þar til hagkvæmni þess að nýta innviði sem séu þegar til staðar. Þessar fyrirætlanir hafa því legið á samfélaginu síðan fyrir seinustu aldamót og var í upphafi alltaf talað um rennslisvirkjanir þar sem þeim fylgdu engin lón. Á þeim miklu uppgangsárum sem voru hér í upphafi aldarinnar var kraftur settur í framkvæmdirnar því nýta átti orkuna í nýtt álver Norðuráls í Helguvík og allt í einu var komið risa stórt lón fyrir „rennslisvirkjunina“. Sveitastjórn setti það sem kröfu að Landsvirkjun semdi við landeigendur áður en skipulagsgögnum sveitarinnar yrði breytt. Landsvirkjun setti því saman her af lögfræðingum sem herjuðu á landeigendur með hótunum um eignarnám ef ekki yrði gengið til samninga. Til að auðvelda enn frekar samningagerðina þá bauðst Landsvirkjun til að greiða fyrir lögfræðikostnað landeigenda. Landeigendur voru því þarna settir milli steins og sleggju. Þeir fengu á sig mikinn þrýsting að semja og myndu fá lögfræðikostnað greiddan ef þeir semdu. En ef þeir myndu ekki semja þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi, bætur fyrir eignarnámið yrðu í lágmarki ef einhverjar fengjust og landeigendur yrðu að greiða lögfræðikostnað við eignarnámið sjálfir. Landeigendur eru margir fátækir bændur sem höfðu engan veginn efni á að greiða fyrir lögfræðinga. Þeim var því nauðugur einn kostur að ganga til samninga. Þarna gekk ríki valdakarlinn fram með kröfur, vitandi að undirokaða eiginkonan hefði ekki úrræði til að verjast. Fylgifiskur þessara samninga er að landeigendur mega ekki gera neitt við landið sem yrði fyrir áhrifum af virkjuninni og lóninu. Þetta hefur því haldið uppbyggingu á landinu í gíslingu í þessi 15 ár síðan samningar voru gerðir. Nú eru nýjar kynslóðir að taka við búrekstri. Forsendur fyrir rekstri búa hafa breyst mikið á þessum 15 árum með þörf fyrir frekari landnýtingu til að standa undir búrekstri. Samkvæmt samningunum má ekki nýta landið sem gæti farið undir lón. Fyrirætlanir voru um skógrækt á landinu til bindingar kolefnis sem hafa verið í frosti þar sem ekki er skynsamlegt að rækta skóg sem færi undir lón. Vatnsréttindi í Þjórsá Landsvirkjun beitti eignarnámshótunum sínum í valdi þess að þeir sögðust eiga vatnsréttindin í Þjórsá, en þau eiga sér reyndar sögu allt aftur til 1918. Þá reið Einar Benediktsson milli bæja við Þjórsá og falaði af bændum vatnsréttindin fyrir hönd Títanfélagsins með því loforði að orkan yrði notuð í heimabyggð og „Öll vötn skulu renna þar sem að fornu hafa runnið“, þ.e. að áin skyldi renna í óbreyttum árfarvegi. Fyriráætlanir um Hvammsvirkjun eru brot á því loforði. Það má því segja að bændur við Þjórsá hafa verið áreittir í meira en heila öld vegna virkjunarbrölts. Árið 1956 var Títanfélagið lagt niður og vatnsréttindin gengu til íslenska ríkisins. Þann 9. maí árið 2007, þremur dögum fyrir kosningar, skrifuðu þrír ráðherrar upp á samning um að „lána“ Landsvirkjun vatnsréttindin. Árni Matthiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hélt því fram í ræðustóli Alþingis 11. október 2007 að tilgangur þessa gjörnings var til þess að knýja fram samninga við landeigendur: „Því var þetta nauðsynlegt, málið hefði getað stöðvast". Með þessu óþokkabragði var Landsvirkjun komin með næg vopn til að þvinga fram samningana. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þessum samningi og mat hann ógildan í lok árs 2007. Sjá Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár 2007 (rikisend.is). Í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi 10. desember 2007 tóku þeir, sem komu að samningagerðinni, undir að samningurinn væri ekki bindandi fyrir ríkið. Því spyr ég, ef hann er ekki bindandi fyrir ríkið, eru þá þeir samningar sem LV gerði í krafti eignarhalds á vatnsréttindunum bindandi fyrir landeigendur? Það er stórt spurningamerki hvort Landsvirkjun sé í raun rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá og þar með hvort þessir samningar við landeigendur séu löglegir. Annað sem gerir samningana lagalega vafasama er að í lögum nr. 7/1936, greinum 30 og 31 segir að samningar þar sem brögðum er beitt séu sjálfkrafa ógildir. Það ákvæði á sérstaklega vel við í þessu tilfelli þar sem Landsvirkjun gekk fram og gengur enn fram með blekkingum um að þeir séu rétthafar vatnsréttindanna. Með illa fengna samninga í vasanum fékk Landsvirkjun skipulagi sveitarfélagsins breytt og í hverju og einasta plaggi sem skrifað er af Landsvirkjun varðandi Hvammsvirkjun er því flaggað að búið sé að semja við landeigendur. Í hvert sinn sem landeigendur lesa þetta eða heyra talað um þetta þá rifjast þessi valdníðsla og yfirgangur upp fyrir þeim. Einnig kemur upp eftirsjá yfir því að hafa ekki staðið fast í fæturna og neitað að semja því landeigendur við Þjórsá vilja ekki og hafa aldrei viljað þetta lón og þessa virkjun. Umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Samningar við landeigendur er ein af forsendunum sem Orkustofnun veitir Landsvirkjun virkjunarleyfi, en skv. lögum um virkjunarleyfi segir að umsækjandi (Landsvirkjun) verði að vera búinn að semja við alla landeigendur. Tíu kærur hafa nú borist vegna veitingar Orkustofnunar á virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og er vafi á lagalegu gildi þessara samninga eitt af kærumálunum. Ein klausa í samningi Landsvirkjunar og ríkisins um vatnsréttindin er að ef Landsvirkjun hefur ekki sótt um virkjunarleyfi eftir að 15 ár séu liðin frá undirritun samningsins þá megi ríkið rifta samningnum (sem er ekki lagalega bindandi fyrir ríkið) með einhliða ákvörðun. Samningurinn var undirritaður í maí 2007 sem þýðir að í maí 2022 voru komin 15 ár. Landsvirkjun sækir um virkjunarleyfi til Orkustofnunar í lok júní 2021, 11 mánuðum áður en þessi klausa virkjast. Í samningnum segir ekkert um hvað verður um vatnsréttindin ef Landsvirkjun sækir virkjunarleyfi en fær ekki. Önnur klausa í samningnum segir að innan 90 daga frá því að Landsvirkjun fær virkjunarleyfi þá skuli Landsvirkjun ganga til samninga um kaup á vatnsréttindunum af ríkinu. Miðað við þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í desember 2007 þá verður sá gjörningur að fara fyrir Alþingi til samþykkis þar sem sá samningur yrði lagalega bindandi fyrir ríkið. Það styður enn frekar við það að þeim þvingunum sem var beitt í samningagerð við landeigendur voru byggðar á veikum lagalegum grunni sem vekur upp spurningar um löggildi þeirra samninga. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Þann 21. desember síðastliðinn óskaði Landsvirkjun formlega eftir því við sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það er stór lagalegur vafi til staðar, bæði varðandi hvort Landsvirkjun sé í raun lagalegur rétthafi vatnsréttindanna í Þjórsá og hvort samningar við landeigendur séu gildir vegna vatnsréttinda-þvingana í samningagerð. Því er ekki forsvaranlegt fyrir sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun vegna þessa lagalega vafa. Höfundur er formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Landsvirkjun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif. Tekjur af Landsvirkjun í sveitasjóð hafa skapað þægindaramma þannig að þörfin til að skapa fjölbreytt atvinnulíf var ekki til staðar. Þar sem hin sveitarfélögin höfðu ekki slíkar tekjur var þörfin til staðar sem ýtti þeim í að skapa fjölbreytt atvinnulíf sem dregur fleiri íbúa inn í sveitarfélagið og eykur tekjur í sveitasjóð. Samanburðar sveitarfélögin höfðu ekki þessar tryggu tekjur og þurftu því að leggja sig fram við að skapa fjölbreyttara atvinnulíf. Í dag eru þau því miklu framar í samanburðinum, með mannfjöldaþróun umfram landsmeðaltal, hærri rekstrartekjur og betri rekstrarniðurstöðu per íbúa. Í greininni líkti ég sambúð Landsvirkjunar með sveitinni við samband staðalmynda ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar. Sambandið hafi byrjað farsællega þar sem báðir höfðu hag af, en með tímanum hafi sambandið súrnað. Ríki valdakarlinn fór að ætlast til þess að ganga á rétt eiginkonunnar undir því yfirskini að hún hefði það nú svo gott af fjármagninu sem hann skaffar henni. Nú ætlast ríki valdakarlinn til þess að eiginkonan veiti sér framkvæmdaleyfi til að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun og þar með reisa 4 ferkílómetra stórt inntakslón í miðri sveit. Þetta yrði næststærsta lónið í Þjórsá sem fer yfir lönd bænda og íbúa. Til samanburðar er allur Vesturbær Reykjavíkur, frá Suðurgötu að Gróttu um 4 ferkílómetrar. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig samningar við landeigendur voru þvingaðir fram, en þeir samningar hafa verið grundvöllur að því sveitarstjórn breytti skipulagsgögnum til að gera ráð fyrir virkjuninni og því að Orkustofnun veitti virkjunarleyfi. Einnig ætla ég fara yfir þann vafa á því hvort Landsvirkjun sé yfir höfuð lagalegur rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá. Samningagerð við landeigendur Landsvirkjun hefur lengi verið með áætlanir um að byggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vísar þar til hagkvæmni þess að nýta innviði sem séu þegar til staðar. Þessar fyrirætlanir hafa því legið á samfélaginu síðan fyrir seinustu aldamót og var í upphafi alltaf talað um rennslisvirkjanir þar sem þeim fylgdu engin lón. Á þeim miklu uppgangsárum sem voru hér í upphafi aldarinnar var kraftur settur í framkvæmdirnar því nýta átti orkuna í nýtt álver Norðuráls í Helguvík og allt í einu var komið risa stórt lón fyrir „rennslisvirkjunina“. Sveitastjórn setti það sem kröfu að Landsvirkjun semdi við landeigendur áður en skipulagsgögnum sveitarinnar yrði breytt. Landsvirkjun setti því saman her af lögfræðingum sem herjuðu á landeigendur með hótunum um eignarnám ef ekki yrði gengið til samninga. Til að auðvelda enn frekar samningagerðina þá bauðst Landsvirkjun til að greiða fyrir lögfræðikostnað landeigenda. Landeigendur voru því þarna settir milli steins og sleggju. Þeir fengu á sig mikinn þrýsting að semja og myndu fá lögfræðikostnað greiddan ef þeir semdu. En ef þeir myndu ekki semja þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi, bætur fyrir eignarnámið yrðu í lágmarki ef einhverjar fengjust og landeigendur yrðu að greiða lögfræðikostnað við eignarnámið sjálfir. Landeigendur eru margir fátækir bændur sem höfðu engan veginn efni á að greiða fyrir lögfræðinga. Þeim var því nauðugur einn kostur að ganga til samninga. Þarna gekk ríki valdakarlinn fram með kröfur, vitandi að undirokaða eiginkonan hefði ekki úrræði til að verjast. Fylgifiskur þessara samninga er að landeigendur mega ekki gera neitt við landið sem yrði fyrir áhrifum af virkjuninni og lóninu. Þetta hefur því haldið uppbyggingu á landinu í gíslingu í þessi 15 ár síðan samningar voru gerðir. Nú eru nýjar kynslóðir að taka við búrekstri. Forsendur fyrir rekstri búa hafa breyst mikið á þessum 15 árum með þörf fyrir frekari landnýtingu til að standa undir búrekstri. Samkvæmt samningunum má ekki nýta landið sem gæti farið undir lón. Fyrirætlanir voru um skógrækt á landinu til bindingar kolefnis sem hafa verið í frosti þar sem ekki er skynsamlegt að rækta skóg sem færi undir lón. Vatnsréttindi í Þjórsá Landsvirkjun beitti eignarnámshótunum sínum í valdi þess að þeir sögðust eiga vatnsréttindin í Þjórsá, en þau eiga sér reyndar sögu allt aftur til 1918. Þá reið Einar Benediktsson milli bæja við Þjórsá og falaði af bændum vatnsréttindin fyrir hönd Títanfélagsins með því loforði að orkan yrði notuð í heimabyggð og „Öll vötn skulu renna þar sem að fornu hafa runnið“, þ.e. að áin skyldi renna í óbreyttum árfarvegi. Fyriráætlanir um Hvammsvirkjun eru brot á því loforði. Það má því segja að bændur við Þjórsá hafa verið áreittir í meira en heila öld vegna virkjunarbrölts. Árið 1956 var Títanfélagið lagt niður og vatnsréttindin gengu til íslenska ríkisins. Þann 9. maí árið 2007, þremur dögum fyrir kosningar, skrifuðu þrír ráðherrar upp á samning um að „lána“ Landsvirkjun vatnsréttindin. Árni Matthiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hélt því fram í ræðustóli Alþingis 11. október 2007 að tilgangur þessa gjörnings var til þess að knýja fram samninga við landeigendur: „Því var þetta nauðsynlegt, málið hefði getað stöðvast". Með þessu óþokkabragði var Landsvirkjun komin með næg vopn til að þvinga fram samningana. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þessum samningi og mat hann ógildan í lok árs 2007. Sjá Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár 2007 (rikisend.is). Í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi 10. desember 2007 tóku þeir, sem komu að samningagerðinni, undir að samningurinn væri ekki bindandi fyrir ríkið. Því spyr ég, ef hann er ekki bindandi fyrir ríkið, eru þá þeir samningar sem LV gerði í krafti eignarhalds á vatnsréttindunum bindandi fyrir landeigendur? Það er stórt spurningamerki hvort Landsvirkjun sé í raun rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá og þar með hvort þessir samningar við landeigendur séu löglegir. Annað sem gerir samningana lagalega vafasama er að í lögum nr. 7/1936, greinum 30 og 31 segir að samningar þar sem brögðum er beitt séu sjálfkrafa ógildir. Það ákvæði á sérstaklega vel við í þessu tilfelli þar sem Landsvirkjun gekk fram og gengur enn fram með blekkingum um að þeir séu rétthafar vatnsréttindanna. Með illa fengna samninga í vasanum fékk Landsvirkjun skipulagi sveitarfélagsins breytt og í hverju og einasta plaggi sem skrifað er af Landsvirkjun varðandi Hvammsvirkjun er því flaggað að búið sé að semja við landeigendur. Í hvert sinn sem landeigendur lesa þetta eða heyra talað um þetta þá rifjast þessi valdníðsla og yfirgangur upp fyrir þeim. Einnig kemur upp eftirsjá yfir því að hafa ekki staðið fast í fæturna og neitað að semja því landeigendur við Þjórsá vilja ekki og hafa aldrei viljað þetta lón og þessa virkjun. Umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Samningar við landeigendur er ein af forsendunum sem Orkustofnun veitir Landsvirkjun virkjunarleyfi, en skv. lögum um virkjunarleyfi segir að umsækjandi (Landsvirkjun) verði að vera búinn að semja við alla landeigendur. Tíu kærur hafa nú borist vegna veitingar Orkustofnunar á virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og er vafi á lagalegu gildi þessara samninga eitt af kærumálunum. Ein klausa í samningi Landsvirkjunar og ríkisins um vatnsréttindin er að ef Landsvirkjun hefur ekki sótt um virkjunarleyfi eftir að 15 ár séu liðin frá undirritun samningsins þá megi ríkið rifta samningnum (sem er ekki lagalega bindandi fyrir ríkið) með einhliða ákvörðun. Samningurinn var undirritaður í maí 2007 sem þýðir að í maí 2022 voru komin 15 ár. Landsvirkjun sækir um virkjunarleyfi til Orkustofnunar í lok júní 2021, 11 mánuðum áður en þessi klausa virkjast. Í samningnum segir ekkert um hvað verður um vatnsréttindin ef Landsvirkjun sækir virkjunarleyfi en fær ekki. Önnur klausa í samningnum segir að innan 90 daga frá því að Landsvirkjun fær virkjunarleyfi þá skuli Landsvirkjun ganga til samninga um kaup á vatnsréttindunum af ríkinu. Miðað við þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í desember 2007 þá verður sá gjörningur að fara fyrir Alþingi til samþykkis þar sem sá samningur yrði lagalega bindandi fyrir ríkið. Það styður enn frekar við það að þeim þvingunum sem var beitt í samningagerð við landeigendur voru byggðar á veikum lagalegum grunni sem vekur upp spurningar um löggildi þeirra samninga. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Þann 21. desember síðastliðinn óskaði Landsvirkjun formlega eftir því við sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það er stór lagalegur vafi til staðar, bæði varðandi hvort Landsvirkjun sé í raun lagalegur rétthafi vatnsréttindanna í Þjórsá og hvort samningar við landeigendur séu gildir vegna vatnsréttinda-þvingana í samningagerð. Því er ekki forsvaranlegt fyrir sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun vegna þessa lagalega vafa. Höfundur er formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun