Magnaður meiddur Mahomes leiddi endurkomu Chiefs í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 03:40 Patrick Mahomes með NFL-bikarinn í leikslok. Hann harkaði af sér og sýndi að hann er sá mikilvægasti í NFL-deildinni í dag. AP/Matt Slocum Kansas City Chiefs tryggði sér NFL-meistaratitilinn í nótt með 38-35 endurkomusigri á Philadelphia Eagles í Super Bowl leiknum í Glendale í Arizona. Höfðingjarnir voru tíu stigum undir í hálfleik, 24-14, og sáu leikstjórnandann Patrick Mahomes meiðast aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. Útlitið var því ekki bjart. THE @CHIEFS ARE SUPER BOWL CHAMPIONS ONCE AGAIN! #SBLVII pic.twitter.com/8PKGl0T9zj— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði hins vegar af sér og leiddi endurkomu Chiefs liðsins í seinni hálfleik. Chiefs skoraði 24 stig í seinni hálfleiknum og vann leikinn að lokum á vallarmarki frá Harrison Butker. Mahomes var mikilvægasti leikmaður leiksins en hann hafði byrjað helgina á því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarkeppninnar. Hann er sá fyrsti á þessari öld sem er kosinn bestur í deildinni og fylgir því eftir með því að vinna titilinn. Því hafði enginn náð síðan 1999. That feeling when you're a 2x champ in your first 5 seasons as a starter. @PatrickMahomes | @Chiefs | #SBLVII pic.twitter.com/hWbKIZrPVy— NFL (@NFL) February 13, 2023 Þetta er annar meistaratitill Kansas City Chiefs á síðustu fjórum og gott innlegg hjá Mahomes í því að verða einn allra besti leikmaðurinn í sögu NFL. Hvernig hann fór að því að leiða endurkomuna á öðrum fætinum, augljóslega sárþjáður, er eitthvað sem verður rætt mikið um um ókomna tíð og skrifaðir kaflar um í sögubækur NFL-deildarinnar. Það þurfti alvöru hörkutól til að sigrast á svo erfiðar og krefjandi aðstæður á móti frábæru liði Eagles. YOU GOTTA FIGHT FOR YOUR RIGHT TO PAAAAARTY! @tkelce #SBLVII pic.twitter.com/D4SVb8MHxk— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og hljóp líka 44 jarda með boltann á öðrum fætinum. Innherjinn Travis Kelce og útherjarnir Kadarius Toney og Skyy Moore skoruðu allir snertimörk fyrir Höfðingjanna en Isiah Pacheco hljóp líka einu sinni með boltann í markið. Chiefs vörnin skoraði líka eitt snertimark. Jalen Hurts skoraði þrjú snertimörk með því að hlaupa með boltann yfir línuna og setti nýtt met í Super Bowl. Það dugði þó ekki til. Liðið skoraði bara ellefu stig í seinni hálfleiknum og náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Gangur leiksins Leikurinn byrjaði af miklum krafti og með því að bæði lið skoruðu snertimark í sinni fyrstu sókn. Það tók Philadelphia Eagles liðið aðeins fimm mínútur að skora fyrsta snertimark leiksins. Leikstjórnandinn Jalen Hurts fór með boltann síðasta jardann yfir línuna og kom Eagles yfir en Patrick Mahomes svaraði strax með því að finna innherjann Travis Kelce sem skoraði laglegt snertimark eftir átján jarda sendingu. Mahomes hafði áður fundið Kelce í sókninni en þeir ná afar vel saman. Chiefs menn klikkuðu síðan á 42 jarda vallarmarki eftir að ekkert varð úr annarri sókn Eagles. Sparkarinn Harrison Butker hitti þá í stöngina og út. Staðan því áfram jöfn, 7-7. Jalen Hurts átti í framhaldinu frábæra 45 jarda sendingu á útherjann A.J. Brown sem skoraði frábært snertimark og Ernirnir voru aftur komnir yfir, 14-7. Þeir náðu síðan að stoppa aftur Mahomes og félaga og útlitið var bjart. Þá kom hins vegar vörn Chiefs til bjargar því þeir náðu boltanum af Hurts, fóru upp allan völlinn og skoruðu snertimark sem þýddi að leikurinn var aftur jafn, 14-14. Hurts bætti fyrir mistökin strax í næstu sókn. Hann átti risahlaup í sókninni og skoraði síðan sitt annað snertimark með því að hlaupa með boltann í mark. Ernirnir því aftur komnir yfir, 21-14, og Hurts búinn að skora tvö snertimörk sjálfur og senda fyrir einu í fyrri hálfleiknum. Chiefs liðið náði ekki að svara í næstu sókn og það sem verra var að Mahomes meiddi sig aftur á ökklanum og haltraði sárþjáður af velli. Hurts og félagar fengu lokasókn hálfleiksins sem endaði með vallarmarki Jake Elliott og Philadelphia Eagles var þvi tíu stigum yfir í hálfleik, 24-14. Mahomes mætti aftur aftur klár í slaginn í seinni hálfleik, harkaði af sér og fór með liðið upp völlinn sem endaði með að hlauparinn Isiah Pacheco skoraði snertimark og minnkaði muninn í þrjú stig eftir aukastigið, 24-21. Annað vallarmark frá Elliott kom Örnunum sex stigum yfir, 27-21, fyrir lokaleikhlutann. Philadelphia var búið að vera tvöfalt meira með boltann í leiknum en samt munaði ekki meiru á liðunum og allt opið fyrir lokaleikhlutann. Mahomes og félagar byrjuðu fjórða leikinn með frábærri sókn sem endaði með að Mahomes fann útherjann Kadarius Toney dauðafríann og hann skoraði snertimark og kom Chiefs yfir í 28-27 eftir aukastigið. Toney var ekki hættur því að hann fór upp nær allan völlinn eftir að Eagles spörkuðu boltanum frá sér. Stuttu síðar hafði Mahomes fundið útherjann Skyy Moore í endamarkinu og eftir aukastigið var Kansas City liðið komið átta stigum yfir, 35-27. Hurts skoraði þriðja snertimarkið sitt í leiknum þegar hann skilaði boltanum yfir línuna og setti um leið Super Bowl met fyrir leikstjórnanda. Hurts jafnaði síðan metin með því að hlaupa sjálfur með boltann í markið fyrir tveimur stigum í stað þess að sparka fyrir aukastiginu. 35-35 og rúmer fimm mínútur eftir. Það voru ekki mörg víti í leiknum en eitt þeirra kom á gríðarlega mikilvægum tímapunkti í lokin sem framlengdi sókn Chiefs og gaf liðinu tækifæri til að eyða mikið af klukkunni áður en sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmark og kom Chiefs í 38-35. NFL Ofurskálin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Höfðingjarnir voru tíu stigum undir í hálfleik, 24-14, og sáu leikstjórnandann Patrick Mahomes meiðast aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. Útlitið var því ekki bjart. THE @CHIEFS ARE SUPER BOWL CHAMPIONS ONCE AGAIN! #SBLVII pic.twitter.com/8PKGl0T9zj— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði hins vegar af sér og leiddi endurkomu Chiefs liðsins í seinni hálfleik. Chiefs skoraði 24 stig í seinni hálfleiknum og vann leikinn að lokum á vallarmarki frá Harrison Butker. Mahomes var mikilvægasti leikmaður leiksins en hann hafði byrjað helgina á því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarkeppninnar. Hann er sá fyrsti á þessari öld sem er kosinn bestur í deildinni og fylgir því eftir með því að vinna titilinn. Því hafði enginn náð síðan 1999. That feeling when you're a 2x champ in your first 5 seasons as a starter. @PatrickMahomes | @Chiefs | #SBLVII pic.twitter.com/hWbKIZrPVy— NFL (@NFL) February 13, 2023 Þetta er annar meistaratitill Kansas City Chiefs á síðustu fjórum og gott innlegg hjá Mahomes í því að verða einn allra besti leikmaðurinn í sögu NFL. Hvernig hann fór að því að leiða endurkomuna á öðrum fætinum, augljóslega sárþjáður, er eitthvað sem verður rætt mikið um um ókomna tíð og skrifaðir kaflar um í sögubækur NFL-deildarinnar. Það þurfti alvöru hörkutól til að sigrast á svo erfiðar og krefjandi aðstæður á móti frábæru liði Eagles. YOU GOTTA FIGHT FOR YOUR RIGHT TO PAAAAARTY! @tkelce #SBLVII pic.twitter.com/D4SVb8MHxk— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og hljóp líka 44 jarda með boltann á öðrum fætinum. Innherjinn Travis Kelce og útherjarnir Kadarius Toney og Skyy Moore skoruðu allir snertimörk fyrir Höfðingjanna en Isiah Pacheco hljóp líka einu sinni með boltann í markið. Chiefs vörnin skoraði líka eitt snertimark. Jalen Hurts skoraði þrjú snertimörk með því að hlaupa með boltann yfir línuna og setti nýtt met í Super Bowl. Það dugði þó ekki til. Liðið skoraði bara ellefu stig í seinni hálfleiknum og náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Gangur leiksins Leikurinn byrjaði af miklum krafti og með því að bæði lið skoruðu snertimark í sinni fyrstu sókn. Það tók Philadelphia Eagles liðið aðeins fimm mínútur að skora fyrsta snertimark leiksins. Leikstjórnandinn Jalen Hurts fór með boltann síðasta jardann yfir línuna og kom Eagles yfir en Patrick Mahomes svaraði strax með því að finna innherjann Travis Kelce sem skoraði laglegt snertimark eftir átján jarda sendingu. Mahomes hafði áður fundið Kelce í sókninni en þeir ná afar vel saman. Chiefs menn klikkuðu síðan á 42 jarda vallarmarki eftir að ekkert varð úr annarri sókn Eagles. Sparkarinn Harrison Butker hitti þá í stöngina og út. Staðan því áfram jöfn, 7-7. Jalen Hurts átti í framhaldinu frábæra 45 jarda sendingu á útherjann A.J. Brown sem skoraði frábært snertimark og Ernirnir voru aftur komnir yfir, 14-7. Þeir náðu síðan að stoppa aftur Mahomes og félaga og útlitið var bjart. Þá kom hins vegar vörn Chiefs til bjargar því þeir náðu boltanum af Hurts, fóru upp allan völlinn og skoruðu snertimark sem þýddi að leikurinn var aftur jafn, 14-14. Hurts bætti fyrir mistökin strax í næstu sókn. Hann átti risahlaup í sókninni og skoraði síðan sitt annað snertimark með því að hlaupa með boltann í mark. Ernirnir því aftur komnir yfir, 21-14, og Hurts búinn að skora tvö snertimörk sjálfur og senda fyrir einu í fyrri hálfleiknum. Chiefs liðið náði ekki að svara í næstu sókn og það sem verra var að Mahomes meiddi sig aftur á ökklanum og haltraði sárþjáður af velli. Hurts og félagar fengu lokasókn hálfleiksins sem endaði með vallarmarki Jake Elliott og Philadelphia Eagles var þvi tíu stigum yfir í hálfleik, 24-14. Mahomes mætti aftur aftur klár í slaginn í seinni hálfleik, harkaði af sér og fór með liðið upp völlinn sem endaði með að hlauparinn Isiah Pacheco skoraði snertimark og minnkaði muninn í þrjú stig eftir aukastigið, 24-21. Annað vallarmark frá Elliott kom Örnunum sex stigum yfir, 27-21, fyrir lokaleikhlutann. Philadelphia var búið að vera tvöfalt meira með boltann í leiknum en samt munaði ekki meiru á liðunum og allt opið fyrir lokaleikhlutann. Mahomes og félagar byrjuðu fjórða leikinn með frábærri sókn sem endaði með að Mahomes fann útherjann Kadarius Toney dauðafríann og hann skoraði snertimark og kom Chiefs yfir í 28-27 eftir aukastigið. Toney var ekki hættur því að hann fór upp nær allan völlinn eftir að Eagles spörkuðu boltanum frá sér. Stuttu síðar hafði Mahomes fundið útherjann Skyy Moore í endamarkinu og eftir aukastigið var Kansas City liðið komið átta stigum yfir, 35-27. Hurts skoraði þriðja snertimarkið sitt í leiknum þegar hann skilaði boltanum yfir línuna og setti um leið Super Bowl met fyrir leikstjórnanda. Hurts jafnaði síðan metin með því að hlaupa sjálfur með boltann í markið fyrir tveimur stigum í stað þess að sparka fyrir aukastiginu. 35-35 og rúmer fimm mínútur eftir. Það voru ekki mörg víti í leiknum en eitt þeirra kom á gríðarlega mikilvægum tímapunkti í lokin sem framlengdi sókn Chiefs og gaf liðinu tækifæri til að eyða mikið af klukkunni áður en sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmark og kom Chiefs í 38-35.
NFL Ofurskálin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira