Mesta kjarabót heimilanna að losna við krónuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 11:21 Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og fyrrverandi forsetjóri Sýnar, segir ena nema stjórnmálamenn vilja halda í krónuna. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur segir það yrði mesta kjarabót heimilanna ef evra yrði tekin upp á Íslandi. Enginn íslenskur iðnaður vilji halda krónunni, stjórnmálamenn séu þeir einu sem vilji halda henni. Ágæti íslensku krónunnar hefur verið til nokkurrar umfjöllunar undanfarið vegna mikillar verðbólgu og hárra stýrivaxta. Eilífðarumræðan um að taka upp annan gjaldmiðil hefur blossað upp í þessu samhengi og segir hagfræðingur það mikið hagsmunamál að krónan verði lögð til hliðar. „Krónan er bara korktappi í ólgusjó alþjóðamarkaða. Stór hluti af þeirri verðbólgu sem við erum að sjá núna er innfluttur og krónan ræður ekkert við það. Svo aukast líka sveiflur í krónunni þegar er óróleiki alþjóðlega. Auðvitað vill maður hafa gjaldmiðil sem stenst áskoranir,“ segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er dálítið erfitt að vera með gjaldmiðil sem virkar bara þegar allt annað er í lagi. Við þurfum að vera með stöðugleika og því miður er krónan ekki uppspretta stöðugleika.“ Engir nema stjórnmálamenn vilji krónuna Inntur að því hvaða iðnaður á landinu vilji halda í krónuna segir Heiðar þann hóp fáliðan. „Það er ekki sjávarútvegurinn, eins og oft er talað um, þar eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin löngu búin að kasta krónunni og skipta yfir í aðra mynt í uppgjörum. Það er ekki ferðamannaiðnaðurinn, stærstu ferðafyrirtækin eru búin að taka upp aðra mynt, það eru ekki orkufyrirtækin eða álfyrirtækin, þau gera öll upp í annarri mynt,“ segir Heiðar. „Þannig að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru fyrst og fremst embættismenn og stjórnmálamenn sem vilja hafa krónuna. Það er oft erfitt að vera stjórnmálamaður þegar eitthvað mikið er í gangi vegna þess að þá er ákall frá þjóðinni um aðgerðir. Þá vilja þeir hafa alls konar stjórntæki, sama hversu mistæk þau eru, bara til að geta sagst vera að gera eitthvað.“ Mikilvægast sé að lagt sé til hliðar þegar vel gengur svo hægt sé að grípa til sparnaðarins þegar hart er í ári. Það hafi til dæmis ekki verið gert í fyrra, þegar bæði sveitarfélög og ríki voru með mikil útgjöld. „Þó að í fyrra hafi allt árið verið ólitað af Covid var ennþá Covid-bragur af fjárlögum, alltof mikil þensla meðan hagkerfið var með fullum dampi. Reykjavíkurborg var að tala um að bæta hér í og búa til fleiri störf í Covid, þau störf síðan núna, það er ákall um starfsfólk alls staðar en það er búið að gefa allt of mikið í. Þetta er hagstjórnarvandi,“ segir Heiðar. Evra myndi þvinga fram betri peningastjórn Hann segir að verði evra tekin upp minnki miðstýring, þeir sem stýri fjármálum þurfi að sýna meiri ráðdeild og meiri aga. „Ég tel að agi í kring um peninga sé eitthvað það besta sem er til. Óöguð peningastjórn er hræðileg. Það sem hefur verið í umræðunni núna er að við skulum ekki hækka vexti núna af því að það er óþægilegt. En ef við leyfum veðbólgunni bara að geisa er það þannig að það sem eftir kemur er miklu, miklu verra en ef við náum að stemma stigu við þetta strax í upphafi,“ segir Heiðar. „Þetta er eins og fjárfesting: Þú fórnar einhverju til skammst tíma til að uppskera til langs tíma. Þannig er það í baráttunni við verðbólguna, ef þú ætlar að takast á við verðbólgu með minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims þá þurfa þeir að kosta miklu til.“ Myndi það breyta miklu fyrir heimilin að taka upp evru? „Það myndi breyta öllu. Þetta væri mesta kjarabót heimilanna.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslenska krónan Bítið Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Ágæti íslensku krónunnar hefur verið til nokkurrar umfjöllunar undanfarið vegna mikillar verðbólgu og hárra stýrivaxta. Eilífðarumræðan um að taka upp annan gjaldmiðil hefur blossað upp í þessu samhengi og segir hagfræðingur það mikið hagsmunamál að krónan verði lögð til hliðar. „Krónan er bara korktappi í ólgusjó alþjóðamarkaða. Stór hluti af þeirri verðbólgu sem við erum að sjá núna er innfluttur og krónan ræður ekkert við það. Svo aukast líka sveiflur í krónunni þegar er óróleiki alþjóðlega. Auðvitað vill maður hafa gjaldmiðil sem stenst áskoranir,“ segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er dálítið erfitt að vera með gjaldmiðil sem virkar bara þegar allt annað er í lagi. Við þurfum að vera með stöðugleika og því miður er krónan ekki uppspretta stöðugleika.“ Engir nema stjórnmálamenn vilji krónuna Inntur að því hvaða iðnaður á landinu vilji halda í krónuna segir Heiðar þann hóp fáliðan. „Það er ekki sjávarútvegurinn, eins og oft er talað um, þar eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin löngu búin að kasta krónunni og skipta yfir í aðra mynt í uppgjörum. Það er ekki ferðamannaiðnaðurinn, stærstu ferðafyrirtækin eru búin að taka upp aðra mynt, það eru ekki orkufyrirtækin eða álfyrirtækin, þau gera öll upp í annarri mynt,“ segir Heiðar. „Þannig að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru fyrst og fremst embættismenn og stjórnmálamenn sem vilja hafa krónuna. Það er oft erfitt að vera stjórnmálamaður þegar eitthvað mikið er í gangi vegna þess að þá er ákall frá þjóðinni um aðgerðir. Þá vilja þeir hafa alls konar stjórntæki, sama hversu mistæk þau eru, bara til að geta sagst vera að gera eitthvað.“ Mikilvægast sé að lagt sé til hliðar þegar vel gengur svo hægt sé að grípa til sparnaðarins þegar hart er í ári. Það hafi til dæmis ekki verið gert í fyrra, þegar bæði sveitarfélög og ríki voru með mikil útgjöld. „Þó að í fyrra hafi allt árið verið ólitað af Covid var ennþá Covid-bragur af fjárlögum, alltof mikil þensla meðan hagkerfið var með fullum dampi. Reykjavíkurborg var að tala um að bæta hér í og búa til fleiri störf í Covid, þau störf síðan núna, það er ákall um starfsfólk alls staðar en það er búið að gefa allt of mikið í. Þetta er hagstjórnarvandi,“ segir Heiðar. Evra myndi þvinga fram betri peningastjórn Hann segir að verði evra tekin upp minnki miðstýring, þeir sem stýri fjármálum þurfi að sýna meiri ráðdeild og meiri aga. „Ég tel að agi í kring um peninga sé eitthvað það besta sem er til. Óöguð peningastjórn er hræðileg. Það sem hefur verið í umræðunni núna er að við skulum ekki hækka vexti núna af því að það er óþægilegt. En ef við leyfum veðbólgunni bara að geisa er það þannig að það sem eftir kemur er miklu, miklu verra en ef við náum að stemma stigu við þetta strax í upphafi,“ segir Heiðar. „Þetta er eins og fjárfesting: Þú fórnar einhverju til skammst tíma til að uppskera til langs tíma. Þannig er það í baráttunni við verðbólguna, ef þú ætlar að takast á við verðbólgu með minnsta sjálfstæða gjaldmiðil heims þá þurfa þeir að kosta miklu til.“ Myndi það breyta miklu fyrir heimilin að taka upp evru? „Það myndi breyta öllu. Þetta væri mesta kjarabót heimilanna.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslenska krónan Bítið Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira