Innlent

Tveir fluttir á sjúkra­hús eftir sprengingu á bensín­­stöð við Álf­heima

Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Bíllinn sem um ræðir.
Bíllinn sem um ræðir. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um sprengingu við bensínstöð Olís á mótum Álfheima og Suðurlandsbraut skömmu fyrir klukkan 14:30 í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.

Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að sprenging hafi orðið við dælingu á metani. Hann hafði ekki upplýsingar um áverka hinna slösuðu.

Svæðið var girt af og er vettvangurinn til rannsóknar hjá lögreglu og vinnueftirliti.

Framvindu málsins má sjá í vaktinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×