Innlent

Jón Hjartar­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Hjartarson varð 78 ára gamall.
Jón Hjartarson varð 78 ára gamall. Aðsend

Jón Hjartarson, fyrrverandi skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri, fræðslustjóri Suðurlands, forstöðumaður skólaskrifstofu Suðurlands og framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands er látinn. Hann lést síðastliðinn sunnudag, 78 ára að aldri.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá fjölskyldu Jóns. 

„Hann fæddist 6. apríl 1944 á Undralandi í Kollafirði á Ströndum en fluttist fjórtán ára til Akureyrar. Hann varð stúdent frá MA 1965 og lauk BA prófi í sagnfræði frá HÍ 1971 og síðar námi í opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun HÍ. 

Hann sat í bæjarstjórn Árborgar fyrir Vinstri græn eitt kjörtímabil og var forseti bæjarstjórnar um skeið. 

Eftir Jón liggja átta bækur og margar greinar um ýmis málefni.

Eftirlifandi eiginkona hans er Áslaug Ólafsdóttir, þau eiga fjögur uppkomin börn og sjö barnabörn,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×