Haley fer fram gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 14:02 Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. EPA/CAROLINE BREHMAN Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira