Seðlabanki Íslands Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:02 Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Seðlabankinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar. Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta stofnun landsins. Ef þar fer eitthvað úrskeiðis verða afleiðingarnar afgerandi fyrir land og þjóð. Við eigum öll mikið undir því að bankinn sé traustsins verður og standi undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir. Seðlabankinn er gríðarlega valdamikil sjálfstæð stofnun þar sem reglur um fjármálamarkaði eru settar, eftirlit haft með hegðun fyrirtækja á markaði og rekstur fjármálastofnana skoðaður sé talin þörf á því, t.d. sé rekstur talinn of áhættusamur. Sama stofnun fer með peningastefnuna, ákveður vexti og bindiskyldu og getur haft áhrif á gengi krónunnar með kaupum og sölu á gjaldeyri. Það er grundvallaratrið fyrir starfsemina að sjálfstæði sé tryggt gagnvart ríkisstjórn hverju sinni. Ekki er ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi svo valdamikillar stofnunar. Til dæmis geta skapast hvatar fyrir stjórnmálamenn að láta flokkspólitíska hagsmuni frekar en faglegt mat ráða för við ráðningu embættismanna eða láti pólitíska hagsmuni ráða með því að reyna að hafa áhrif á eftirlitshlutverk Seðlabankans. Með lögum sem samþykkt voru á alþingi 2019 var ákveðið að bæta við tveimur varabankastjórum í Seðlabankann. Þeir urðu þá þrír samtals. Á sama tíma var tillaga minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að á fimm ára fresti skuli forsætisráðherra fela þremur óháðum sérfræðingum á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits að gera úttekt um hvernig Seðlabanka Íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits. Jafnframt skuli litið til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs. Fyrsta úttektin yrði í lok árs 2022. Fyrsta úttektin er komin. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Þar er líka að finna samantekt á íslensku. Þar kemur m.a. þetta fram: „Það fyrirkomulag æðstu stjórnunar sem valið var í kjölfar sameiningarinnar kann að hafa verið gagnlegt til að tryggja að fyrstu skref sameiningarinnar væru tekin með eins skilvirkum hætti og kostur var, en þjónar ekki vel hlutverki sínu til lengri tíma litið og þarfnast endurskoðunar. Einnig ber að endurhugsa hvar valdheimildum er komið fyrir sem ekki eru sérstaklega faldar nefndum eða yfirstjórn bankans sameiginlega í lögum (e. residual powers).“ Tiltekið er að fyrirkomulag æðstu stjórnunar bankans feli í sér of vítt valdsvið og áhættu vegna lykilmanns, sem er seðlabankastjórinn. Skýrsluhöfundar taka frama að þeir hafi ekki í öðrum seðlabönkum sem fella eftirlit inn í starfsemi sína, kynnst fyrirkomulagi stjórnunar sem víkur í jafn ríkum mæli frá stjórnunarháttum. „Við álítum ekki að þeir muni reynast vel til lengri tíma litið. Farsælla yrði að taka upp hefðbundnara stjórnunarfyrirkomulag“ segir í skýrslunni. Frumvarp forsætisráðherra Í efnahags- og viðskiptanefnd er til vinnslu frumvarp forsætisráðherra um Seðlabankann (þingskjal 683—541. mál) og breytingar á fyrirkomulagi innan fjármálaeftirlitsnefndarinnar. Sérfræðingarnir benda á í skýrslunni að það stjórnskipulag og sú umgjörð sem sett var til að tryggja viðeigandi valddreifingu við ákvarðanatöku í Seðlabankanum hafi ekki gengið eftir í framkvæmd. Í skýrslunni er einnig bent á að verði frumvarp forsætisráðherra að lögum muni enn aukast á samþjöppun valds sem sérfræðingarnir vara sérstaklega við. Sérfræðingarnir taka fram að það skipulag sem nú sé í bankanum sé vart í takti við það sem löggjafinn hafi ætlað sér við setningu laganna 2019 og að skipulag bankans sé mjög óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Vald til töku ákvarðana hafi þjappast óeðlilega saman hjá seðlabankastjóra og vara þau sérstaklega við frekari samþjöppun þess. Umfjöllun skýrslunnar að þessu leyti nær reyndar ekki aðeins til varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits heldur til varaseðlabankstjóranna þriggja og velta sérfræðingarnir fyrir sér hvort þau geti rækt skyldur sínar við núverandi aðstæður. Einnig telja þau gagnrýnivert að deildarstjórar bankans heyri beint undir seðlabankastjóra en ekki varaseðlabankastjórana. Á það er bent að meðlimir peningastefnunefndar, og virðist þar einkum átt við seðlabankastjóra, verði að gera greinarmun á eigin skoðunum og ákvörðunum nefnda þegar ákvarðanir eru kynntar. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar að Ísland væri orðið lágvaxtaland þegar seðlabankastjóri tilkynnti það sumarið 2020 með hugsanlega skaðlegum áhrifum fyrir ákvarðanir heimila í eigin fjármálum? Og hvort það hafi verið ákvörðun peningastefnunefndar í október að vextir yrðu ekki hækkaðir frekar? Vaxtahækkunin í nóvember leiddi í ljós hið gagnstæða. Var það einnig álit peningastefnunefndar að nýlegir kjarasamningar myndu ekki auka verðbólgu eða var það persónulegt álit seðlabankastjóra þegar hann talaði um það? Og á Seðlabankinn að segja til um hvort óverðtryggð eða verðtryggð lán séu hagkvæmari sem síðan fer eftir ákvörðun bankans sjálfs? Hverju sem öðru líður er það eindregin niðurstaða sérfræðinganna að þörf sé á öðru fyrirkomulagi ábyrgðarskila innan bankans en nú er viðhaft, ekki síst til að forðast óþarfa samþjöppun ákvarðanatöku. Ef forsætisráðherra tekur mark á skýrslunni leggst hún gegn eigin frumvarpi sem þjappar valdi innan bankans enn frekar til eins einstaklings, seðlabankastjóra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar