Handbolti

Teitur skoraði tvö í öruggum Evrópusigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson og félagar hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum.
Teitur Örn Einarsson og félagar hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir þýska stórliðið Flensburg er liðið heimsótti PAUC til Frakklands í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur og félagar unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, en þetta var fjórði tapleukur PAUC í keppninni í röð.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan var jöfn þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Þá komust gestirnir í Flensburg hins vegar á flug og liðið leiddi með fimm mörkum í hálfleik, staðan 9-14.

Flensburgarliðið hafði svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og gaf heimamönnum í raun aldrei færi á sér. Gestirnir gerðu svo út um leikinn þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og niðurstaðan varð öruggur átta marka sigur Flensburg, 21-29.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg sem trónir á toppi B-riðils með 14 stig eftir átta leiki og hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Kristján Örn Kristjánsson var hins vegar ekki með PAUC í kvöld, en liðið situr nú í fkórða sæti riðilsins eftir fjóra tapleiki í röð og þarf að komast aftur á sigurbraut til að koma sér upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×