Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 09:26 Sólveig sagði stöðuna alvarlega og að hún vildi lítið tjá sig um það hvort hún væri bjartsýn. Vísir/Vilhelm Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira