Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 09:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtti tækifærið og skaut létt á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, þegar hann gekk framhjá henni þar sem Sólveig var í viðtölum við fréttamenn. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26