Ráðin til Nox Medical Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2023 10:32 Brynja Vignisdóttir, Carlos Teixera, Hlynur Davíð Hlynsson og Ellisif Sigurjónsdóttir. Aðsend Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira