Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2023 17:39 Mynd Sentinel-2-gervitunglsins frá 13. febrúar 2023 sýnir hvernig ís hefur hörfað af stórum hluta Öskjuvatns. Veðurstofa Íslands Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02