„Þessi samningur er bara kominn á“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 21:44 Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. Vísir/Vilhelm „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira