Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 10:16 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði fjölda undanþágubeiðna á borðinu. Þeim væri forgangsraðað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira