Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 88-95 | Haukar unnu endurkomusigur Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 22:22 ÍR - Tindastóll. Subway deild karla. Vetur 2022-2023. Körfubolti. Vísir/Bára Haukar unnu sjö stiga útisigur á ÍR 88-95 í hörkuleik þar sem heimamenn voru yfir nánast allan seinni hálfleik. Haukar kveiktu hins vegar á sér í fjórða leikhluta sem þeir unnu með sautján stigum. ÍR varð fyrir blóðtöku í vikunni þegar Luciano Massarelli sleit krossband. Það munar svo sannarlega um hans krafta hjá ÍR sem er í blóðugri fallbaráttu. Daniel Mortensen mætti til starfa strax á fyrstu mínútu þar sem hann gerði fyrstu sex stig Hauka. Heimamenn kveiktu síðan á sér og gerðu sjö stig í röð. Martin Paasoja og Mortensen sáu um að setja stigin á töfluna á fyrstu tíu mínútunum en þeir skoruðu níu stig hvor. Haukar voru skrefi á undan ÍR-ingum til að byrja með í öðrum leikhluta og voru mest sjö stigum yfir. Hægt og rólega komst ÍR betur inn í leikinn og þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Hákon Örn Hjálmarsson þriggja stiga körfu í spjaldið og ofan í sem kveikti í heimamönnum. ÍR gerði sjö stig í röð og komst yfir 42-38 og Mate Dalmay, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Heimamenn voru sjö stigum yfir í hálfleik 54-47. Haukar byrjuðu seinni hálfleik illa og eftir að ÍR hafði gert fyrstu fimm stigin í seinni hálfleik tók Mate Dalmay, þjálfari Hauka, leikhlé og gaf sínum mönnum hárblásarann. Daniel Mortensen tók forskot á Stjörnuleikinn í NBA deildinni og átti tilþrif leiksins og gott ef þetta verður ekki tilþrif umferðarinnar. Mortensen setti Sigvalda Eggertsson á plakat þegar hann tróð yfir hann og fékk körfu góða. Haukar tóku yfir leikinn í fjórða leikhluta og voru ekki á því að tapa þessum leik. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og unnu að lokum 88-95. Af hverju unnu Haukar? Eftir lélegan annan og þriðja leikhluta var fjórði leikhluti Hauka frábær sem dugði til að vinna ÍR. Darwin Davis setti Hauka í bakpoka og gerði ellefu stig í fjórða leikhluta þegar mest á reyndi. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, átti svo sannarlega ekki skilið að tapa þessum leik. Sigvaldi spilaði frábærlega og var stigahæstur hjá ÍR með 21 stig. Darwin Davis var stórkostlegur í kvöld og sá til þess að Haukar báru sigur úr býtum. Hann skoraði 29 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins góður og Taylor Johns var framan af leik þá klikkaði hann á ögurstundu. Taylor Johns fór illa með nokkra ansi góða möguleika sem hefði farið langt með sigur í kvöld. Í stöðunni 88-86 var 1 mínúta og 58 sekúndur eftir kastaði ÍR leiknum frá sér. Svona voru síðustu fjórar sóknir ÍR-inga. Kveiktu í skotklukkunni, Taylor klikkaði á sniðskoti og fékk á sig villu í kjölfarið sem setti Hauka á vítalínuna, Martin Paasoja tapaði boltanum og Martin Paasoja tapaði aftur boltanum. Hvað gerist næst? Landsliðið er næst á dagskrá og liðin fá kærkomið frí fyrir lokaátökin í mars. Þór Þorlákshöfn og ÍR mætast 5. mars klukkan 20:15. Sólahring síðar mætast Haukar og Njarðvík í Ólafssal. Ísak: Þýðir ekkert að leggjast í kör Ísak Wíum var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar svekktur eftir leik. „Þetta var hundleiðinlegt og svekkjandi. Það er ekkert meira um það að segja.“ ÍR spilaði frábærlega í öðrum leikhluta þar sem heimamenn unnu þann leikhluta 33-19 og Ísak var ánægður með baráttuna. „Við unnum alla baráttu. Fráköst, stolnir boltar og þá fengum við auðveldar körfur. Mér fannst Haukar ekki spila illa. Við lentum í vandræðum með Mortensen til að byrja með og það er erfitt að spila vörn á móti þeim þar sem þeir eru sterkir með Giga og marga menn sem geta skotið.“ Ísak var afar svekktur með fjórða leikhluta sem tapaðist 15-32. „Við hittum ekki úr sniðskotum til dæmis. Taylor fékk góðar stöður undir körfunni sem hann náði ekki að klára. Það voru fullt af litlum hlutum sem við hefðum átt að gera betur og ég með talinn. En við verðum að klára færin og það klikkaði. Luciano Massarelli sleit krossband í vikunni og verður frá út tímabilið. Ísak hafði þó trú á liðinu fyrir lokaátökin í mars. „Það er erfitt að missa góða menn og það er blóðugt en á sama tíma er hugur í mönnum. Menn verða að fara að þétta raðirnar og stíga upp. Við spiluðum á fáum mönnum í kvöld. Við höfum unnið þrjá leiki sem Massarelli hefur varla spilað og það þýðir ekkert að leggjast í kör,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Subway-deild karla ÍR Haukar
Haukar unnu sjö stiga útisigur á ÍR 88-95 í hörkuleik þar sem heimamenn voru yfir nánast allan seinni hálfleik. Haukar kveiktu hins vegar á sér í fjórða leikhluta sem þeir unnu með sautján stigum. ÍR varð fyrir blóðtöku í vikunni þegar Luciano Massarelli sleit krossband. Það munar svo sannarlega um hans krafta hjá ÍR sem er í blóðugri fallbaráttu. Daniel Mortensen mætti til starfa strax á fyrstu mínútu þar sem hann gerði fyrstu sex stig Hauka. Heimamenn kveiktu síðan á sér og gerðu sjö stig í röð. Martin Paasoja og Mortensen sáu um að setja stigin á töfluna á fyrstu tíu mínútunum en þeir skoruðu níu stig hvor. Haukar voru skrefi á undan ÍR-ingum til að byrja með í öðrum leikhluta og voru mest sjö stigum yfir. Hægt og rólega komst ÍR betur inn í leikinn og þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik setti Hákon Örn Hjálmarsson þriggja stiga körfu í spjaldið og ofan í sem kveikti í heimamönnum. ÍR gerði sjö stig í röð og komst yfir 42-38 og Mate Dalmay, þjálfari Hauka, tók leikhlé. Heimamenn voru sjö stigum yfir í hálfleik 54-47. Haukar byrjuðu seinni hálfleik illa og eftir að ÍR hafði gert fyrstu fimm stigin í seinni hálfleik tók Mate Dalmay, þjálfari Hauka, leikhlé og gaf sínum mönnum hárblásarann. Daniel Mortensen tók forskot á Stjörnuleikinn í NBA deildinni og átti tilþrif leiksins og gott ef þetta verður ekki tilþrif umferðarinnar. Mortensen setti Sigvalda Eggertsson á plakat þegar hann tróð yfir hann og fékk körfu góða. Haukar tóku yfir leikinn í fjórða leikhluta og voru ekki á því að tapa þessum leik. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og unnu að lokum 88-95. Af hverju unnu Haukar? Eftir lélegan annan og þriðja leikhluta var fjórði leikhluti Hauka frábær sem dugði til að vinna ÍR. Darwin Davis setti Hauka í bakpoka og gerði ellefu stig í fjórða leikhluta þegar mest á reyndi. Hverjir stóðu upp úr? Sigvaldi Eggertsson, leikmaður ÍR, átti svo sannarlega ekki skilið að tapa þessum leik. Sigvaldi spilaði frábærlega og var stigahæstur hjá ÍR með 21 stig. Darwin Davis var stórkostlegur í kvöld og sá til þess að Haukar báru sigur úr býtum. Hann skoraði 29 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins góður og Taylor Johns var framan af leik þá klikkaði hann á ögurstundu. Taylor Johns fór illa með nokkra ansi góða möguleika sem hefði farið langt með sigur í kvöld. Í stöðunni 88-86 var 1 mínúta og 58 sekúndur eftir kastaði ÍR leiknum frá sér. Svona voru síðustu fjórar sóknir ÍR-inga. Kveiktu í skotklukkunni, Taylor klikkaði á sniðskoti og fékk á sig villu í kjölfarið sem setti Hauka á vítalínuna, Martin Paasoja tapaði boltanum og Martin Paasoja tapaði aftur boltanum. Hvað gerist næst? Landsliðið er næst á dagskrá og liðin fá kærkomið frí fyrir lokaátökin í mars. Þór Þorlákshöfn og ÍR mætast 5. mars klukkan 20:15. Sólahring síðar mætast Haukar og Njarðvík í Ólafssal. Ísak: Þýðir ekkert að leggjast í kör Ísak Wíum var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var afar svekktur eftir leik. „Þetta var hundleiðinlegt og svekkjandi. Það er ekkert meira um það að segja.“ ÍR spilaði frábærlega í öðrum leikhluta þar sem heimamenn unnu þann leikhluta 33-19 og Ísak var ánægður með baráttuna. „Við unnum alla baráttu. Fráköst, stolnir boltar og þá fengum við auðveldar körfur. Mér fannst Haukar ekki spila illa. Við lentum í vandræðum með Mortensen til að byrja með og það er erfitt að spila vörn á móti þeim þar sem þeir eru sterkir með Giga og marga menn sem geta skotið.“ Ísak var afar svekktur með fjórða leikhluta sem tapaðist 15-32. „Við hittum ekki úr sniðskotum til dæmis. Taylor fékk góðar stöður undir körfunni sem hann náði ekki að klára. Það voru fullt af litlum hlutum sem við hefðum átt að gera betur og ég með talinn. En við verðum að klára færin og það klikkaði. Luciano Massarelli sleit krossband í vikunni og verður frá út tímabilið. Ísak hafði þó trú á liðinu fyrir lokaátökin í mars. „Það er erfitt að missa góða menn og það er blóðugt en á sama tíma er hugur í mönnum. Menn verða að fara að þétta raðirnar og stíga upp. Við spiluðum á fáum mönnum í kvöld. Við höfum unnið þrjá leiki sem Massarelli hefur varla spilað og það þýðir ekkert að leggjast í kör,“ sagði Ísak Wíum að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti