Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 12:39 Úkraínskir hermenn á skriðdrekum í Dónetsk héraði. Getty/Mustafa Ciftci Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. Þetta sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í sjónvarpsviðtali í gær en hann sagði engin ummerki um að Rússar væru að byggja upp mikinn herafla á einum tilteknum stað í Úkraínu heldur væru þeir að reyna að sækja fram víða og það hefði kostað mörg mannslíf, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Wallace tók einnig undir fregnir um að Rússar hefðu misst heilt stórfylki við bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Wallace sagði Rússa hafa misst meira en þúsund menn þar á einungis tveimur dögum en þeir hafa gert árásir á bæinn frá því í janúar. Sjá einnig: Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar væru að dæla mönnum á víglínurnar í Úkraínu. Rússneski herinn notaði lítið þjálfaða og illa búna hermenn til árása og þeir hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Læra ekki af mistökum sínum Misheppnaðar árásir Rússa á Vuhledar og annarsstaðar í austurhluta Úkraínu hafa vakið efasemdir um að Rússar hafi það sem þurfi til að halda svo umfangsmiklum árásum áfram til lengri tíma. Rússneskir herbloggarar hafa verið mjög gagnrýnir á aðgerðir hersins við Vuhledar og sagt að forsvarsmenn hersins hafi ekki lært af mistökum sínum. Í frétt New York Times er haft eftir bandarískum embættismönnum að þar á bæ sé áætlað að um 80 prósent alls rússneska hersins komi nú að innrásinni í Úkraínu. Það er eftir að tugir þúsundir lítið þjálfaðra kvaðmanna hafa verið sendir til Úkraínu. Sjá einnig: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Meðal þeirra mistaka er að Rússar létu Úkraínumenn vita af því að til stæði að gera árásir á Vuhledar. NYT hefur eftir einum af talsmönnum úkraínska hersins að rússneskir hermenn hafi sagt frá því á samfélagsmiðlum að Vuhledar og markmiðið hafi verið að gera úkraínska hermenn hrædda. Talsmaðurinn sagði að leiðtogar hersveita Rússa við Vuhledar hefðu einnig gert mistök með því að taka ekki inn í reikninginn að bærinn Vuhledar væri umkringdur ökrum sem þaktir væru jarðsprengjum og þeir hefðu ekki áttað sig á því að hve öflugt lið Úkraínumenn væru með í bænum. Hann sagði að Rússar hefðu breytt árásum sínum við Vuhledar og væru byrjaðir að senda hermenn áfram í smærri sveitum. Um tíu til fimmtán menn í hvert sinn og að markmiðið væri líklega að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Hermennirnir rússnesku væru þó eingöngu að ganga út í opinn dauðan. Hér að neðan má sjá þráð frá því fyrir viku síðan um afleiðingar stórrar árásar Rússa á Vuhledar. #Ukraine: At least 31 vehicles lost - the aftermath of the Russian attack on Vuhledar, #Donetsk Oblast. 13 Russian tanks (mostly T-72B3), 12 BMP-1/BMP-2 infantry fighting vehicles, 2 MT-LB, an IMR combat engineering vehicle and others were destroyed or damaged and abandoned. pic.twitter.com/FdZmLtn4ay— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 9, 2023 Segja Rússa hafa misst helming skriðdreka þeirra Sérfræðingar bresku hugveitunnar International institute for strategic studies segja að útlit sé fyrir að Rússar hafi misst meira en tvö þúsund skriðdreka í Úkraínu en það samsvarar meira en helmingi af nothæfum skriðdrekum þeirra. Greining IISS gefur til kynna að Rússar hafi misst um helming skriðdreka af gerðinni T-72 og um tvo þriðju af hinum nýrri T-80. Áætlað er að Rússar eigi um fimm þúsund skriðdreka til viðbótar í geymslum en þeir eru eldri og taldir í ónothæfu ástandi. Greinendur IISS segja líklegra en ekki að margir þeirra séu í raun bara rusl. Í frétt WSJ segir að IISS áætli einnig að Úkraínumenn hafi misst milli 450 og sjö hundruð skriðdreka. Þeir eigi um 950 eftir í nothæfu ástandi. #Ukraine: In the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast, a Russian T-72B3 tank was destroyed by Ukrainian forces- using a RGD-5 grenade dropped right through the driver's hatch. via @AlexBondODUA pic.twitter.com/jfcP986Fa2— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 15, 2023 Úkraínumenn eru taldir ætla að reyna að halda aftur af Rússum og draga úr hernaðargetu þeirra með því að þvinga rússneska hermenn til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna. Á sama tíma vilja þeir byggja upp eigin hersveitir með vestrænum vopnum til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vor. Bardagar hafa verið sérstaklega harðir við Bakhmut í Dónetsk héraði en þar hafa Rússar sótt hægt frem eftir margra mánaða árásir og eru sagðir nærri því að umkringja bæinn. Umfangsmiklar árásir Rússa hafa einnig kostað Úkraínumenn mörg mannslíf og sömuleiðis gífurlegt magn skotfæra. Bakhjarlar Úkraínu segja mjög mikilvægt að koma frekari hergögnum til Úkraínu eins fljótt og auðið er. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. 15. febrúar 2023 20:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þetta sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í sjónvarpsviðtali í gær en hann sagði engin ummerki um að Rússar væru að byggja upp mikinn herafla á einum tilteknum stað í Úkraínu heldur væru þeir að reyna að sækja fram víða og það hefði kostað mörg mannslíf, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Wallace tók einnig undir fregnir um að Rússar hefðu misst heilt stórfylki við bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Wallace sagði Rússa hafa misst meira en þúsund menn þar á einungis tveimur dögum en þeir hafa gert árásir á bæinn frá því í janúar. Sjá einnig: Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar væru að dæla mönnum á víglínurnar í Úkraínu. Rússneski herinn notaði lítið þjálfaða og illa búna hermenn til árása og þeir hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Læra ekki af mistökum sínum Misheppnaðar árásir Rússa á Vuhledar og annarsstaðar í austurhluta Úkraínu hafa vakið efasemdir um að Rússar hafi það sem þurfi til að halda svo umfangsmiklum árásum áfram til lengri tíma. Rússneskir herbloggarar hafa verið mjög gagnrýnir á aðgerðir hersins við Vuhledar og sagt að forsvarsmenn hersins hafi ekki lært af mistökum sínum. Í frétt New York Times er haft eftir bandarískum embættismönnum að þar á bæ sé áætlað að um 80 prósent alls rússneska hersins komi nú að innrásinni í Úkraínu. Það er eftir að tugir þúsundir lítið þjálfaðra kvaðmanna hafa verið sendir til Úkraínu. Sjá einnig: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Meðal þeirra mistaka er að Rússar létu Úkraínumenn vita af því að til stæði að gera árásir á Vuhledar. NYT hefur eftir einum af talsmönnum úkraínska hersins að rússneskir hermenn hafi sagt frá því á samfélagsmiðlum að Vuhledar og markmiðið hafi verið að gera úkraínska hermenn hrædda. Talsmaðurinn sagði að leiðtogar hersveita Rússa við Vuhledar hefðu einnig gert mistök með því að taka ekki inn í reikninginn að bærinn Vuhledar væri umkringdur ökrum sem þaktir væru jarðsprengjum og þeir hefðu ekki áttað sig á því að hve öflugt lið Úkraínumenn væru með í bænum. Hann sagði að Rússar hefðu breytt árásum sínum við Vuhledar og væru byrjaðir að senda hermenn áfram í smærri sveitum. Um tíu til fimmtán menn í hvert sinn og að markmiðið væri líklega að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. Hermennirnir rússnesku væru þó eingöngu að ganga út í opinn dauðan. Hér að neðan má sjá þráð frá því fyrir viku síðan um afleiðingar stórrar árásar Rússa á Vuhledar. #Ukraine: At least 31 vehicles lost - the aftermath of the Russian attack on Vuhledar, #Donetsk Oblast. 13 Russian tanks (mostly T-72B3), 12 BMP-1/BMP-2 infantry fighting vehicles, 2 MT-LB, an IMR combat engineering vehicle and others were destroyed or damaged and abandoned. pic.twitter.com/FdZmLtn4ay— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 9, 2023 Segja Rússa hafa misst helming skriðdreka þeirra Sérfræðingar bresku hugveitunnar International institute for strategic studies segja að útlit sé fyrir að Rússar hafi misst meira en tvö þúsund skriðdreka í Úkraínu en það samsvarar meira en helmingi af nothæfum skriðdrekum þeirra. Greining IISS gefur til kynna að Rússar hafi misst um helming skriðdreka af gerðinni T-72 og um tvo þriðju af hinum nýrri T-80. Áætlað er að Rússar eigi um fimm þúsund skriðdreka til viðbótar í geymslum en þeir eru eldri og taldir í ónothæfu ástandi. Greinendur IISS segja líklegra en ekki að margir þeirra séu í raun bara rusl. Í frétt WSJ segir að IISS áætli einnig að Úkraínumenn hafi misst milli 450 og sjö hundruð skriðdreka. Þeir eigi um 950 eftir í nothæfu ástandi. #Ukraine: In the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast, a Russian T-72B3 tank was destroyed by Ukrainian forces- using a RGD-5 grenade dropped right through the driver's hatch. via @AlexBondODUA pic.twitter.com/jfcP986Fa2— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) February 15, 2023 Úkraínumenn eru taldir ætla að reyna að halda aftur af Rússum og draga úr hernaðargetu þeirra með því að þvinga rússneska hermenn til að sækja fram gegn vörnum Úkraínumanna. Á sama tíma vilja þeir byggja upp eigin hersveitir með vestrænum vopnum til að undirbúa gagnárásir gegn Rússum í vor. Bardagar hafa verið sérstaklega harðir við Bakhmut í Dónetsk héraði en þar hafa Rússar sótt hægt frem eftir margra mánaða árásir og eru sagðir nærri því að umkringja bæinn. Umfangsmiklar árásir Rússa hafa einnig kostað Úkraínumenn mörg mannslíf og sömuleiðis gífurlegt magn skotfæra. Bakhjarlar Úkraínu segja mjög mikilvægt að koma frekari hergögnum til Úkraínu eins fljótt og auðið er.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. 15. febrúar 2023 20:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. 15. febrúar 2023 20:00
Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54