Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. febrúar 2023 12:58 Jóhannes Þór segir stjórnvöld ekki geta setið lengi á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira