Tölum um málþóf Björn Leví Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2023 20:30 Við þurfum að tala aðeins um málþóf vegna þess að það er flóknara mál en margir halda. Smá aðvörun fyrst, þetta er dálítið löng grein þannig að náið ykkur í kakó eða kaffibolla og komið ykkur vel fyrir - ég lofa því að það verður þess virði ef þið hafið einhvern áhuga á pólitík yfirleitt. Byrjum á smá dæmi um rökræður. Sjáum fyrir okkur sjónvarpssett þar sem þau sitja tvö, sitt hvoru megin á hinu pólitíska rófi og búa sig undir að rökræða eitthvað mál - að sannfæra þau sem horfa á að þeirra heimssýn sé sú mesta og besta í einu og öllu. Hann er vel klæddur á íhaldssaman hátt, búinn að fá aðstoð ímyndarlækna til þess að velja rétta litinn á bindið. Hún er í litríkum fötum, þó ekki í skærum litum heldur þessum þægilegu en sannfærandi. Róttækni án hávaða. Útsendingin hefst og stjórnandi umræðunnar kynnir viðmælendur og viðfangsefnið. Þegar hér er komið við sögu eru mjög margir búnir að ákveða hvort þeirra hefur rétt fyrir sér. Hvort þeirra muni vera meira sannfærandi - og nánast ekkert mun fá fólk til þess að skipta um skoðun. Það er meira að segja tiltölulega líklegt að margir munu ekki einu sinni lesa þessa setningu, bara af því að það er ég sem er að skrifa þennan pistil. Pírati. Illa klæddur. Spyr margra óþægilegra spurninga. Enn önnur sem eru hingað komin í textanum trúa ekki því sem ég er að segja, af sömu ástæðu. Slíkar efasemdir eru alveg hollar og góðar upp að vissu marki - en hef ég rangt fyrir mér með þessa fordóma fólks? Þetta er nefnilega ekki bara skoðun heldur staðreynd, í lauslegri þýðingu: “Fólki hættir til að halda sig við fyrstu hrif okkar af öðrum og finnst mjög erfitt að skipta um skoðun, þrátt fyrir mikið magn upplýsinga um hið gagnstæða” og: “... heilinn hunsar umfang eða mikilvægi hugmynda sem ganga þvert á okkar eigin hugmyndir, sem gæti útskýrt hvers vegna svona margir eru líklegir til þess að viðhalda rangri skoðun. Það býr til gjá milli þeirra og annarra með aðra hugmyndafræði.” Staðfestingarskekkjan (e. confirmation bias), fjallar um hvernig fólk metur upplýsingar sem staðfesta það sem þau halda að sé rétt og hafnar upplýsingum sem ganga gegn því. Það skiptir máli hver segir hvað en ekki hvað er sagt. Þetta er vandamál sem nútíma samfélag á í mjög miklum erfiðleikum með - þar sem upplýsingar eru til um allt og ekkert á veraldarvefnum og þá alltaf hægt að finna eitthvað efni sem staðfestir vonir okkar eða ótta. Hér má nefna upplýsingaóreiðu og falsfréttir sem dæmi. Hvað kemur þetta málþófi við? Jú, það er nefnilega þannig að ekki allt málþóf er málþóf. Það getur til dæmis verið öfugt málþóf eða jafnvel “málefnalegt” málþóf. Byrjum á að gefa okkur að eitthvað slíkt sér til, ég úrskýri hvað ég á við aðeins seinna. Það sem skiptir máli er hvort fólk haldi að það sé málþóf í gangi eða ekki - hvort sem það er satt eða ekki. Þess vegna skiptir staðfestingarskekkjan máli. Ég get til dæmis ómögulega sannfært suma um hvort umræðurnar um útlendingamálið hafi ekki verið málþóf. En það er ekki markmiðið með þessum pistli, markmiðið er að fólk skilji bara að málþóf sé flókið fyrirbæri. Loksins tilbúin til þess að tala um málþóf Eftir þennan langa formála getum við loksins byrjað að tala um málþóf og ég ætla að byrja á að gera það á leiðinlegasta máta sem hægt er að gera, með því að vitna í orðabók. Málþóf er: “langvinnt þjark um ákveðið málefni sem engin niðurstaða fæst í.” Það getur vel verið að fólk sé ósammála þessari skilgreiningu eða finnist hún ekki nægilega nákvæm. Það eru til tæknilegri og ítarlegri útskýringar sem vísa til þess að markmið með málþófi sé að tefja, koma í veg fyrir afgreiðslu mála eða til þess að knýja fram breytingar. Það skiptir máli að hafa sameiginlegan skilning á því hvað við erum að tala um þegar við hugsum og segjum “málþóf”, annars er mjög líklegt að allar umræður um málið endi í langvinnu þjarki sem engin niðurstaða fæst í. Því ætla ég að gera ráð fyrir því í þessari grein að málþóf þýði “langvinnt þjark um ákveðið málefni sem engin niðurstaða fæst í en markmiðið er að tefja, koma í veg fyrir eða knýja fram breytingar á viðkomandi málefni”. Ég skal viðurkenna það 100% að markmiðið með umræðunum í þinginu um útlendingamálið var að knýja fram breytingar. Við trúðum ekki, miðað við allar þær umsagnir sem bárust þinginu sem vöruðu við mannréttindabrotum og stjórnarskrárbrotum, að ríkisstjórnarflokkarnir (og aðrir) væru í alvörunni að leggja til að samþykkja þetta mál. Það gæti ekki verið annað en einhvers konar misskilningur. Kannski treystu ríkisstjórnarflokkarnir ráðuneytinu of mikið þegar það sagði “nei, nei. Engin mannréttindabrot hérna” - án þess að það væri eitthvað frekar rökstutt. Markmiðið var ekki að tefja eða að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins. Hvað þá að þjarka um það. Markmiðið var að útskýra um hvað frumvarpið snérist og áhrif breytinganna á mannréttindi. Það var ítrekað kallað eftir stjórnarliðum til þess að mæta í ræðustól Alþingis og rökræða þeirra sjónarmið. Þau mættu ekki. Það var kallað eftir ráðherrum. Þau mættu ekki. Í rúmlega tvær vikur báðum við þau aftur og aftur að koma að tala við okkur, en ekkert þeirra mætti. Það var ekki fyrr en daginn áður en við hættum að það var loksins komið að tala við okkur. Ekki í ræðustól Alþingis heldur bak við luktar dyr. Þar fengum við að vita að ríkissjórnarflokkarnir vissu að þau voru að fara að samþykkja það sem við vöruðum við, þeim var bara alveg sama. Þegar þau komu loksins að tala við okkur, eftir tveggja vikna umræður í þingsal, komumst við að því að þau vissu hvað þau voru að gera og ætluðu samt að gera það. Það þýddi því ekki að reyna að ná til þeirra í ræðustól Alþingis lengur og því lukum við umræðunni. Ef þau hefðu komið strax að tala við okkur og farið yfir málið svona þá hefðum við ekki þurft að reyna að ná til þeirra í ræðustól Alþingis. En þau í alvörunni reyndu ekki einu sinni að tala við okkur í rúmar tvær vikur. Pælið í vinnubrögðunum! Það hefði verið mjög auðvelt að halda umræðum um þetta mál áfram. Það voru eftir tveir þingfundadagar í vikunni. Engir þingfundadagar í vikunni eftir þetta þannig að það hefði verið mjög auðvelt að koma ferskur inn í meiri umræðu og klára febrúar án þess að klára umræðuna. Ef þau hefðu ekki komið og talað við okkur þá hefði mögulega þurft þess. Það má því segja að það sem gerðist hafi verið þessi staðfestingarskekkja. Miðað við umsagnir trúðum við ekki að stjórnarliðar ætluðu í alvörunni að senda málið óbreytt í gegnum þingið - við tökum mark á umsagnaraðilum eins og Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Barnaheill (svo nokkur séu nefnd) þegar kemur að mannréttindum - en ríkisstjórnarflokkarnir virðast hins vegar ekki hlusta á þessa umsagnaraðila. Þar voru einfaldlega upplýsingar sem pössuðu ekki við heimssýn þeirra varðandi þetta frumvarp og því var þeim umsögnum einfaldlega hent í ruslið. Hvernig er málþóf flókið? Það er ekki bara stjórnarandstaðan sem fer í málþóf. Stundum eru það stjórnarflokkarnir. Það er gert á mjög lúmskan hátt, bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt. Stundum mæta margir stjórnarmeðlimir í ræðu, en þó ekki það margir að það líti augljóslega út fyrir að vera málþóf. Markmiðið er að koma því til skila að þetta sé alvarlegt mál sem fari ekkert lengra í nefndarvinnunni nema hinir í ríkisstjórninni hlusti vel á. Stundum virkar ríkisstjórnarmálþóf hins vegar á þann hátt að umdeild mál eru sett í umræðuna til þess að tefja eða kaupa tima. Einu sinni var rammaáætlun sett á dagskrá upp úr þurru til þess að tefja fyrir þingstörfunum á meðan verið var að bíða eftir öðru máli frá ríkisstjórninni sem var ekki tilbúið. Það hefði verið mjög neyðarlegt að hafa ekkert að gera í þinginu á meðan verið væri að bíða þannig að ríkisstjórnin setti bara ónýta rammaáætlun í umræðu, vitandi að stjórnarandstaðan myndi þurfa að ræða það mál heilan helling. Þar sló ríkisstjórnin tvær flugur í einu höggi. Keypti sér tíma og gat bent á “málþóf” á sama tíma. “Sjáið hvað þau eru andlýðræðisleg í málþófi.” Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ríkisstjórnin hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og hlutverk minnihluta (sem hefur auðvitað ekki alltaf rétt fyrir sér heldur) er oft að passa upp á ákveðna gæðavottun. Það er auðvelt að rifja upp hversu rangt fyrir sér ríkisstjórnin hafði með Landsréttarmálið. Með afturvirkar skerðingar á almannatryggingum. Með söluna á Íslandsbanka. Með einkavæðingu bankanna fyrir hrun. Með Icesave málið. Það er því ekki hægt að segja bara “málþóf” og “andlýðræðislegt” í sömu setningu. Stundum er það sem ríkisstjórnin vill kalla málþóf bara mjög nauðsynleg og lýðræðisleg umræða - og þegar kemur að lýðræðinu, hvað er lýðræðislegra en mannréttindi? Tölum um mannréttindi Í umsögnum sem sendar voru inn til Alþingis er að finna þó nokkrar beinar aðvaranir um brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Kannski finnst fólki það ekkert merkilegt en það er auðveldlega hægt að vísa í það hvers vegna mannréttindasáttmáli Evrópu varð til og af hverju hann var innleiddur í íslensk lög. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru þjóðir heimsins búnar að fá nóg af stríðum og settust niður og reyndu að ná saman um ákveðin grundvallarmannréttindi sem yrði að virða um allan heim. Úr varð mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingin var þó ekki bindandi, heldur leiðbeinandi fyrir þjóðir heimsins. Evrópa tók mun meira mark á þessari hvatningu en aðrar þjóðir, verður að segjast. Líklega út af því að reynslan af fyrri og seinni heimsstyrjöldinni voru mun nærtækari í Evrópu en annars staðar. Evrópuráðið (e. Council of Europe) var stofnað og mannréttindasáttmáli Evrópu ásamt mannréttindadómstólnum varð að veruleika. Sáttmálinn skuldbatt aðildarþjóðir til þess að tryggja þau mannréttindi sem þar koma fram í sínum landslögum. Sú skuldbinding er þó tiltölulega veikburða og byggir í raun bara á þeim fælingarmætti að vera ekki dæmd fyrir brot í mannréttindadómstólnum. Íslensk stjórnvöld lögfestu loksins mannréttindasáttmálann árið 1994 og bættu mannréttindakafla við stjórnarskrá Íslands ári seinna, meðal annars með: “Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.” Kannski er fólk ósammála því að stjórnarskrárbundin réttindi eigi ekki að eiga við um útlendinga, en hvað sem fólki finnst um það þá er stjórnarskráin þannig í dag að útlendingar á yfirráðasvæði Íslands njóta mannréttinda. Kannski er fólk ósammála því að útlendingafrumvarpið brjóti á þessum réttindum. Það getur verið að það sé rétt en við verðum að hlusta á umsagnaraðila og meta hvort það sé líklegt að þau hafi rétt eða rangt fyrir sér. Þegar fleiri gera sömu athugasemdir er líklegra að um raunverulegt vandamál sé að ræða - að minnsta kosti það mikið vandamál að það kalli á ítarlega skoðun. Út af öllum þeim athugasemdum sem bárust (sjá dæmi um þær athugasemdir hér fyrir neðan) bað þingflokkur Pírata um skriflegt álit óháðra aðila um hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Kannski finnst einhverjum það ómálefnaleg krafa, en flóknara var þetta mál nú ekki. Stjórnarliðar sögðu þvert nei, þau vildu ekki fá skriflegt álit. Við trúðum því að ef þú bara áttuðu sig á alvarleika málsins þá myndu þau skipta um skoðun og tókum því til máls í ræðustól Alþingis þar sem ekki var hægt að ræða málið lengur í nefnd. Eftir að hafa beðið stjórnarliða í rúmlega tvær vikur að koma að tala við okkur komu þau loksins - og við komumst að því að þau vissu alveg af þessu. Við komumst að því að þau skildu frumvarpið eins og við gerðum og ætluðu samt ekki að fá skriflegt álit né laga neitt sem varðaði mögulega mannréttindabrot. Þar með lauk umræðunni. Dæmi þá hver fyrir sig um hvort umræðan hafi verið málþóf eða ekki. Hvort umræðan hafi verið málefnaleg eða ekki. Hvort hún hafi verið réttlætanleg eða ekki. Hvaða skoðun sem fólk hefur á því persónulega þá mat þingflokkur Pírata það sem svo að ekki væri hægt að hunsa þær umsagnir sem bárust um málið og fyrst ekki var brugðist við þeim þá þyrfti að ræða þær nánar í þingsal - með markmið að knýja fram breytingar. Það markmið byggðist á því að við héldum að stjórnarliðar væru í alvörunni að misskilja eitthvað og því væri hægt að sannfæra þau um annað. Það reyndist vera rangt mat. Stjórnarliðar vita að þau eru að samþykkja skerðingar á stjórnarskrárvörðum réttindum fólks sem umsagnaraðilar benda. Hér fyrir neðan eru athugasemdir umsagnaraðila sem fela í sér beinar tilvitnanir í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála Evrópu. 2. gr. frumvarpsins. Íslandsdeild Amnesty international. Tillögð lagabreyting felur í sér áhættu um að þessi málaflokkur verði sá eini sem lýtur málsmeðferð innan stjórnsýslunnar þar sem málsaðilum er ekki tryggður sá kostur að njóta réttar síns til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns í skilningi 13. gr. MSE. Miðað við ofangreint mun ákvæðið leiða til verulegrar skerðingar á réttarvernd umsækjenda um alþjóðlega vernd. Mannréttindaskrifstofa Íslands: Til þess fallið að valda réttindamissi. MRSÍ vísar til meginreglna stjórnsýslulaga, svo sem andmælaréttar og rannsóknarreglu og réttinn til réttlátrar málsmeðfeðrar skv MSE Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Svo skammur frestur getur að mati MHÍ brotið gegn réttinum til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns sem m.a. er tryggður í 13 gr MSE. Umtalsverð réttindaskerðing. 4. gr. frumvarpsins Rauði kross Íslands: Í stjórnarskrá og í MSE er miðað að því að aðeins sé gripið til takmarkana á friðhelgi einkalífs ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, til að firra glundroða eða glæpum, er í þágu almannaheilla auk þess sem þær kunna að vera í þágu þjóðaröryggis. Það er mat RKÍ að umrædd heimild til að afla gagna uppfylli ekki þessi skilyrði, sem hefur verið staðfest af MDE. 6. gr. frumvarpsins Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Til dæmis: brottfall þjónustu (6. gr.) varðar 1. mgr. 76. gr. stjskr. og 65. gr. stjskr., einnig: Gerð er alvarleg athugasemd við frv að þessu leyti þar sem ekki virðist hafa verið tekin afstaða til þess hvernig ákvæðið samrýmist mannréttindaskyldum ríkisins á grundvelli stjskr og alþjóðasamninga og: Þar að auki getur algert brottfall aðstoðar við umsækjendur um alþjóðlega vernd falið í sér í alvarlegustu tilvikunum brot á 68 gr stjskr og 3 gr MSE um bann við ómannúðlegri meðferð 8. gr. frumvarpsins Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Til dæmis breyttar reglur um endursendingar varða 68. gr. stjskr. og 3. gr. MSE, sbr. ítarlega dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, sérákvæði um börn varða 3. mgr. 76. gr. stjskr., 13. gr. frumvarpsins Barnaheill: Um þessa grein vilja Barnaheill draga fram mikilvæg réttindi barna til að fjölskyldusameiningar skv. Barnasáttmálanum, sbr. 9. og 10. greinar hans" Mannréttindaskrifstofa Íslands: "MRSÍ fær ekki séð hvaða lögmæta markmið eða ríka samfélagslega þörf búi að baki tillögu þessari. Rétturinn til fjölskyldulífs er varinn af 71. Gr. stjórnarskrárinnar og 8. Gr. MSE. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Mannréttindi Píratar Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að tala aðeins um málþóf vegna þess að það er flóknara mál en margir halda. Smá aðvörun fyrst, þetta er dálítið löng grein þannig að náið ykkur í kakó eða kaffibolla og komið ykkur vel fyrir - ég lofa því að það verður þess virði ef þið hafið einhvern áhuga á pólitík yfirleitt. Byrjum á smá dæmi um rökræður. Sjáum fyrir okkur sjónvarpssett þar sem þau sitja tvö, sitt hvoru megin á hinu pólitíska rófi og búa sig undir að rökræða eitthvað mál - að sannfæra þau sem horfa á að þeirra heimssýn sé sú mesta og besta í einu og öllu. Hann er vel klæddur á íhaldssaman hátt, búinn að fá aðstoð ímyndarlækna til þess að velja rétta litinn á bindið. Hún er í litríkum fötum, þó ekki í skærum litum heldur þessum þægilegu en sannfærandi. Róttækni án hávaða. Útsendingin hefst og stjórnandi umræðunnar kynnir viðmælendur og viðfangsefnið. Þegar hér er komið við sögu eru mjög margir búnir að ákveða hvort þeirra hefur rétt fyrir sér. Hvort þeirra muni vera meira sannfærandi - og nánast ekkert mun fá fólk til þess að skipta um skoðun. Það er meira að segja tiltölulega líklegt að margir munu ekki einu sinni lesa þessa setningu, bara af því að það er ég sem er að skrifa þennan pistil. Pírati. Illa klæddur. Spyr margra óþægilegra spurninga. Enn önnur sem eru hingað komin í textanum trúa ekki því sem ég er að segja, af sömu ástæðu. Slíkar efasemdir eru alveg hollar og góðar upp að vissu marki - en hef ég rangt fyrir mér með þessa fordóma fólks? Þetta er nefnilega ekki bara skoðun heldur staðreynd, í lauslegri þýðingu: “Fólki hættir til að halda sig við fyrstu hrif okkar af öðrum og finnst mjög erfitt að skipta um skoðun, þrátt fyrir mikið magn upplýsinga um hið gagnstæða” og: “... heilinn hunsar umfang eða mikilvægi hugmynda sem ganga þvert á okkar eigin hugmyndir, sem gæti útskýrt hvers vegna svona margir eru líklegir til þess að viðhalda rangri skoðun. Það býr til gjá milli þeirra og annarra með aðra hugmyndafræði.” Staðfestingarskekkjan (e. confirmation bias), fjallar um hvernig fólk metur upplýsingar sem staðfesta það sem þau halda að sé rétt og hafnar upplýsingum sem ganga gegn því. Það skiptir máli hver segir hvað en ekki hvað er sagt. Þetta er vandamál sem nútíma samfélag á í mjög miklum erfiðleikum með - þar sem upplýsingar eru til um allt og ekkert á veraldarvefnum og þá alltaf hægt að finna eitthvað efni sem staðfestir vonir okkar eða ótta. Hér má nefna upplýsingaóreiðu og falsfréttir sem dæmi. Hvað kemur þetta málþófi við? Jú, það er nefnilega þannig að ekki allt málþóf er málþóf. Það getur til dæmis verið öfugt málþóf eða jafnvel “málefnalegt” málþóf. Byrjum á að gefa okkur að eitthvað slíkt sér til, ég úrskýri hvað ég á við aðeins seinna. Það sem skiptir máli er hvort fólk haldi að það sé málþóf í gangi eða ekki - hvort sem það er satt eða ekki. Þess vegna skiptir staðfestingarskekkjan máli. Ég get til dæmis ómögulega sannfært suma um hvort umræðurnar um útlendingamálið hafi ekki verið málþóf. En það er ekki markmiðið með þessum pistli, markmiðið er að fólk skilji bara að málþóf sé flókið fyrirbæri. Loksins tilbúin til þess að tala um málþóf Eftir þennan langa formála getum við loksins byrjað að tala um málþóf og ég ætla að byrja á að gera það á leiðinlegasta máta sem hægt er að gera, með því að vitna í orðabók. Málþóf er: “langvinnt þjark um ákveðið málefni sem engin niðurstaða fæst í.” Það getur vel verið að fólk sé ósammála þessari skilgreiningu eða finnist hún ekki nægilega nákvæm. Það eru til tæknilegri og ítarlegri útskýringar sem vísa til þess að markmið með málþófi sé að tefja, koma í veg fyrir afgreiðslu mála eða til þess að knýja fram breytingar. Það skiptir máli að hafa sameiginlegan skilning á því hvað við erum að tala um þegar við hugsum og segjum “málþóf”, annars er mjög líklegt að allar umræður um málið endi í langvinnu þjarki sem engin niðurstaða fæst í. Því ætla ég að gera ráð fyrir því í þessari grein að málþóf þýði “langvinnt þjark um ákveðið málefni sem engin niðurstaða fæst í en markmiðið er að tefja, koma í veg fyrir eða knýja fram breytingar á viðkomandi málefni”. Ég skal viðurkenna það 100% að markmiðið með umræðunum í þinginu um útlendingamálið var að knýja fram breytingar. Við trúðum ekki, miðað við allar þær umsagnir sem bárust þinginu sem vöruðu við mannréttindabrotum og stjórnarskrárbrotum, að ríkisstjórnarflokkarnir (og aðrir) væru í alvörunni að leggja til að samþykkja þetta mál. Það gæti ekki verið annað en einhvers konar misskilningur. Kannski treystu ríkisstjórnarflokkarnir ráðuneytinu of mikið þegar það sagði “nei, nei. Engin mannréttindabrot hérna” - án þess að það væri eitthvað frekar rökstutt. Markmiðið var ekki að tefja eða að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins. Hvað þá að þjarka um það. Markmiðið var að útskýra um hvað frumvarpið snérist og áhrif breytinganna á mannréttindi. Það var ítrekað kallað eftir stjórnarliðum til þess að mæta í ræðustól Alþingis og rökræða þeirra sjónarmið. Þau mættu ekki. Það var kallað eftir ráðherrum. Þau mættu ekki. Í rúmlega tvær vikur báðum við þau aftur og aftur að koma að tala við okkur, en ekkert þeirra mætti. Það var ekki fyrr en daginn áður en við hættum að það var loksins komið að tala við okkur. Ekki í ræðustól Alþingis heldur bak við luktar dyr. Þar fengum við að vita að ríkissjórnarflokkarnir vissu að þau voru að fara að samþykkja það sem við vöruðum við, þeim var bara alveg sama. Þegar þau komu loksins að tala við okkur, eftir tveggja vikna umræður í þingsal, komumst við að því að þau vissu hvað þau voru að gera og ætluðu samt að gera það. Það þýddi því ekki að reyna að ná til þeirra í ræðustól Alþingis lengur og því lukum við umræðunni. Ef þau hefðu komið strax að tala við okkur og farið yfir málið svona þá hefðum við ekki þurft að reyna að ná til þeirra í ræðustól Alþingis. En þau í alvörunni reyndu ekki einu sinni að tala við okkur í rúmar tvær vikur. Pælið í vinnubrögðunum! Það hefði verið mjög auðvelt að halda umræðum um þetta mál áfram. Það voru eftir tveir þingfundadagar í vikunni. Engir þingfundadagar í vikunni eftir þetta þannig að það hefði verið mjög auðvelt að koma ferskur inn í meiri umræðu og klára febrúar án þess að klára umræðuna. Ef þau hefðu ekki komið og talað við okkur þá hefði mögulega þurft þess. Það má því segja að það sem gerðist hafi verið þessi staðfestingarskekkja. Miðað við umsagnir trúðum við ekki að stjórnarliðar ætluðu í alvörunni að senda málið óbreytt í gegnum þingið - við tökum mark á umsagnaraðilum eins og Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Barnaheill (svo nokkur séu nefnd) þegar kemur að mannréttindum - en ríkisstjórnarflokkarnir virðast hins vegar ekki hlusta á þessa umsagnaraðila. Þar voru einfaldlega upplýsingar sem pössuðu ekki við heimssýn þeirra varðandi þetta frumvarp og því var þeim umsögnum einfaldlega hent í ruslið. Hvernig er málþóf flókið? Það er ekki bara stjórnarandstaðan sem fer í málþóf. Stundum eru það stjórnarflokkarnir. Það er gert á mjög lúmskan hátt, bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt. Stundum mæta margir stjórnarmeðlimir í ræðu, en þó ekki það margir að það líti augljóslega út fyrir að vera málþóf. Markmiðið er að koma því til skila að þetta sé alvarlegt mál sem fari ekkert lengra í nefndarvinnunni nema hinir í ríkisstjórninni hlusti vel á. Stundum virkar ríkisstjórnarmálþóf hins vegar á þann hátt að umdeild mál eru sett í umræðuna til þess að tefja eða kaupa tima. Einu sinni var rammaáætlun sett á dagskrá upp úr þurru til þess að tefja fyrir þingstörfunum á meðan verið var að bíða eftir öðru máli frá ríkisstjórninni sem var ekki tilbúið. Það hefði verið mjög neyðarlegt að hafa ekkert að gera í þinginu á meðan verið væri að bíða þannig að ríkisstjórnin setti bara ónýta rammaáætlun í umræðu, vitandi að stjórnarandstaðan myndi þurfa að ræða það mál heilan helling. Þar sló ríkisstjórnin tvær flugur í einu höggi. Keypti sér tíma og gat bent á “málþóf” á sama tíma. “Sjáið hvað þau eru andlýðræðisleg í málþófi.” Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ríkisstjórnin hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og hlutverk minnihluta (sem hefur auðvitað ekki alltaf rétt fyrir sér heldur) er oft að passa upp á ákveðna gæðavottun. Það er auðvelt að rifja upp hversu rangt fyrir sér ríkisstjórnin hafði með Landsréttarmálið. Með afturvirkar skerðingar á almannatryggingum. Með söluna á Íslandsbanka. Með einkavæðingu bankanna fyrir hrun. Með Icesave málið. Það er því ekki hægt að segja bara “málþóf” og “andlýðræðislegt” í sömu setningu. Stundum er það sem ríkisstjórnin vill kalla málþóf bara mjög nauðsynleg og lýðræðisleg umræða - og þegar kemur að lýðræðinu, hvað er lýðræðislegra en mannréttindi? Tölum um mannréttindi Í umsögnum sem sendar voru inn til Alþingis er að finna þó nokkrar beinar aðvaranir um brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Kannski finnst fólki það ekkert merkilegt en það er auðveldlega hægt að vísa í það hvers vegna mannréttindasáttmáli Evrópu varð til og af hverju hann var innleiddur í íslensk lög. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru þjóðir heimsins búnar að fá nóg af stríðum og settust niður og reyndu að ná saman um ákveðin grundvallarmannréttindi sem yrði að virða um allan heim. Úr varð mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingin var þó ekki bindandi, heldur leiðbeinandi fyrir þjóðir heimsins. Evrópa tók mun meira mark á þessari hvatningu en aðrar þjóðir, verður að segjast. Líklega út af því að reynslan af fyrri og seinni heimsstyrjöldinni voru mun nærtækari í Evrópu en annars staðar. Evrópuráðið (e. Council of Europe) var stofnað og mannréttindasáttmáli Evrópu ásamt mannréttindadómstólnum varð að veruleika. Sáttmálinn skuldbatt aðildarþjóðir til þess að tryggja þau mannréttindi sem þar koma fram í sínum landslögum. Sú skuldbinding er þó tiltölulega veikburða og byggir í raun bara á þeim fælingarmætti að vera ekki dæmd fyrir brot í mannréttindadómstólnum. Íslensk stjórnvöld lögfestu loksins mannréttindasáttmálann árið 1994 og bættu mannréttindakafla við stjórnarskrá Íslands ári seinna, meðal annars með: “Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.” Kannski er fólk ósammála því að stjórnarskrárbundin réttindi eigi ekki að eiga við um útlendinga, en hvað sem fólki finnst um það þá er stjórnarskráin þannig í dag að útlendingar á yfirráðasvæði Íslands njóta mannréttinda. Kannski er fólk ósammála því að útlendingafrumvarpið brjóti á þessum réttindum. Það getur verið að það sé rétt en við verðum að hlusta á umsagnaraðila og meta hvort það sé líklegt að þau hafi rétt eða rangt fyrir sér. Þegar fleiri gera sömu athugasemdir er líklegra að um raunverulegt vandamál sé að ræða - að minnsta kosti það mikið vandamál að það kalli á ítarlega skoðun. Út af öllum þeim athugasemdum sem bárust (sjá dæmi um þær athugasemdir hér fyrir neðan) bað þingflokkur Pírata um skriflegt álit óháðra aðila um hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar. Kannski finnst einhverjum það ómálefnaleg krafa, en flóknara var þetta mál nú ekki. Stjórnarliðar sögðu þvert nei, þau vildu ekki fá skriflegt álit. Við trúðum því að ef þú bara áttuðu sig á alvarleika málsins þá myndu þau skipta um skoðun og tókum því til máls í ræðustól Alþingis þar sem ekki var hægt að ræða málið lengur í nefnd. Eftir að hafa beðið stjórnarliða í rúmlega tvær vikur að koma að tala við okkur komu þau loksins - og við komumst að því að þau vissu alveg af þessu. Við komumst að því að þau skildu frumvarpið eins og við gerðum og ætluðu samt ekki að fá skriflegt álit né laga neitt sem varðaði mögulega mannréttindabrot. Þar með lauk umræðunni. Dæmi þá hver fyrir sig um hvort umræðan hafi verið málþóf eða ekki. Hvort umræðan hafi verið málefnaleg eða ekki. Hvort hún hafi verið réttlætanleg eða ekki. Hvaða skoðun sem fólk hefur á því persónulega þá mat þingflokkur Pírata það sem svo að ekki væri hægt að hunsa þær umsagnir sem bárust um málið og fyrst ekki var brugðist við þeim þá þyrfti að ræða þær nánar í þingsal - með markmið að knýja fram breytingar. Það markmið byggðist á því að við héldum að stjórnarliðar væru í alvörunni að misskilja eitthvað og því væri hægt að sannfæra þau um annað. Það reyndist vera rangt mat. Stjórnarliðar vita að þau eru að samþykkja skerðingar á stjórnarskrárvörðum réttindum fólks sem umsagnaraðilar benda. Hér fyrir neðan eru athugasemdir umsagnaraðila sem fela í sér beinar tilvitnanir í stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála Evrópu. 2. gr. frumvarpsins. Íslandsdeild Amnesty international. Tillögð lagabreyting felur í sér áhættu um að þessi málaflokkur verði sá eini sem lýtur málsmeðferð innan stjórnsýslunnar þar sem málsaðilum er ekki tryggður sá kostur að njóta réttar síns til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns í skilningi 13. gr. MSE. Miðað við ofangreint mun ákvæðið leiða til verulegrar skerðingar á réttarvernd umsækjenda um alþjóðlega vernd. Mannréttindaskrifstofa Íslands: Til þess fallið að valda réttindamissi. MRSÍ vísar til meginreglna stjórnsýslulaga, svo sem andmælaréttar og rannsóknarreglu og réttinn til réttlátrar málsmeðfeðrar skv MSE Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Svo skammur frestur getur að mati MHÍ brotið gegn réttinum til raunhæfs úrræðis til að leita réttar síns sem m.a. er tryggður í 13 gr MSE. Umtalsverð réttindaskerðing. 4. gr. frumvarpsins Rauði kross Íslands: Í stjórnarskrá og í MSE er miðað að því að aðeins sé gripið til takmarkana á friðhelgi einkalífs ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, til að firra glundroða eða glæpum, er í þágu almannaheilla auk þess sem þær kunna að vera í þágu þjóðaröryggis. Það er mat RKÍ að umrædd heimild til að afla gagna uppfylli ekki þessi skilyrði, sem hefur verið staðfest af MDE. 6. gr. frumvarpsins Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Til dæmis: brottfall þjónustu (6. gr.) varðar 1. mgr. 76. gr. stjskr. og 65. gr. stjskr., einnig: Gerð er alvarleg athugasemd við frv að þessu leyti þar sem ekki virðist hafa verið tekin afstaða til þess hvernig ákvæðið samrýmist mannréttindaskyldum ríkisins á grundvelli stjskr og alþjóðasamninga og: Þar að auki getur algert brottfall aðstoðar við umsækjendur um alþjóðlega vernd falið í sér í alvarlegustu tilvikunum brot á 68 gr stjskr og 3 gr MSE um bann við ómannúðlegri meðferð 8. gr. frumvarpsins Mannréttindastofnun Háskóla Íslands: Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Til dæmis breyttar reglur um endursendingar varða 68. gr. stjskr. og 3. gr. MSE, sbr. ítarlega dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, sérákvæði um börn varða 3. mgr. 76. gr. stjskr., 13. gr. frumvarpsins Barnaheill: Um þessa grein vilja Barnaheill draga fram mikilvæg réttindi barna til að fjölskyldusameiningar skv. Barnasáttmálanum, sbr. 9. og 10. greinar hans" Mannréttindaskrifstofa Íslands: "MRSÍ fær ekki séð hvaða lögmæta markmið eða ríka samfélagslega þörf búi að baki tillögu þessari. Rétturinn til fjölskyldulífs er varinn af 71. Gr. stjórnarskrárinnar og 8. Gr. MSE. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar