Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 17:51 Tapið í Georgíu var sérstaklega neyðarlegt fyrir Donald Trump þar sem enginn repúblikani hafði tapað forsetakosningum þar í þrjátíu ár. AP/Alex Brandon Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Inngangur og niðurstöðukafli skýrslu ákærudómstólsins var birtur að tilskipun dómara í dag. Leynd ríkir enn um hvort að einhver verði sóttur til saka fyrir mögulega glæpi. Ekki kemur fram hverjir kviðdómendurnir telja að hafi borið ljúgvitni. Saksóknarar hvöttu dómarann í málinu til að bíða með að gera hluta skýrslunnar opinberar þar til eftir að þeir hefðu gert upp hug sinn um hvort þeir gæfu út ákærur. Hann varð ekki við því. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðhera. Þeir eru báðir repúblikanar. Fani Willis, umdæmissaksóknari í Fulton-sýslu, fjölmennustu sýslu Georgíuríkis, lét kalla ákærudómstólinn saman til þess að styðja rannsókn hennar á tilraunum Trump og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í ríkinu. Joe Biden fór með nauman sigur af hólmi í Georgíu og varð fyrsti demókratinn til að vinna þar í þrjá áratugi. Samhljóða niðurstaða kviðdómendanna var að engin víðtæk kosningasvik hefðu átt sér stað í Georgíu sem hefðu getað haft áhrif á úrslit kosninganna þar, þvert á fullyrðinga Trumps og félaga. Ákærudómstólinn hafði ekki heimild til þess að gefa út ákærur sjálfur. Þess í stað skilaði hann Willis skýrslu með tillögum. Saksóknarinn tekur endanlega ákvörðun um hvort hann sækist eftir að hefðbundinn ákærudómstóll gefi út ákærur. Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta.AP/Jacquelyn Martin Bað æðsta yfirmann kosningamála um að „finna“ atkvæði Trump og bandamenn hans gengu hart fram til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Georgíu vikurnar og mánuðina eftir kjördag. Þeir héldu á lofti stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump sigurinn en voru gerðir afturreka með þær á öllum dómstigum. Þrýstu Trump og málsvarar hans ítrekað á Kemp ríkisstjóra og Raffensperger innanríkisráðherra um að hjálpa sér að hnekkja úrslitunum og úthúðuðu þeim fyrir að gera það ekki. Embættismenn í Georgíu héldu því halda tíð fram að fyllsta öryggis hefði verið gætt við kosningarnar og að engin stórfelld svik hefðu átt sér stað. Þáverandi forsetinn gekk svo langt að hringja í Raffensperger, sem var æðsti yfirmaður kosningamála í ríkinu, og biðja hann um að „finna“ tæplega tólf þúsund atkvæði sem hann þyrfti til að sigra Biden í Georgíu. Trump hefur síðan haldið því fram að símtalið, sem átti sér stað 2. janúar 2021, hafi verið „fullkomið“. Skoða meðal annars falska kjörmenn AP-fréttastofan segir ljóst að rannsókn Willis umdæmissaksóknara beinist að ýmsum þáttum í herferð Trump og félaga í ljósi þeirra vitna sem voru kölluð fyrir ákærudómstólinn. Þar á meðal er símtal Trumps og bandamanna hans til embættismanna í Georgíu eftir kosningarnar, afritun gagna og hugbúnaðar úr kosningavélum í Coffee-sýslu sem bandamenn Trump stóðu fyrir, tilraunir til þess að þrýsti á starfsmann kjörstjórnar í Fulton-sýslu til að játa sig ranglega sekan um svindl og skyndileg afsögn alríkissaksóknara í Atlanta í Fulton-sýslu í janúar 2021. Þá er til skoðunar yfirlýsing sem sextán repúblikanar gáfu út í desember 2020 um að Trump hefði sigrað í Georgíu og að þeir væru raunverulegir kjörmenn ríkisins. Repúblikanar í fleiri ríkjum sem Trump tapaði gerðu sambærilegar tilraunir til þess að tefla fram eigin kjörmönnum í stað þeirra réttkjörnu. Forseti Bandaríkjanna er kjörinn í svonefndu kjörmannaráði. Í því eiga sæti kjörmenn sem ríkjum er úthlutað eftir íbúafjölda. Í langflestum tilvikum fær forsetaframbjóðandi sem sigrar í einstöku ríki alla kjörmenn þess ríkis. Willis varaði Giuliani, persónulegan lögmann Trumps, og fölsku kjörmennina sextán að þeir gætu átt yfir höfði sér ákæru síðasta sumar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49