Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Enn er setið á fundi í Karphúsinu þar sem samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa rætt málin síðan í morgun. Við verðum í beinni útsendingu þaðan í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir nýjustu vendingar.

Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla niður vegna verkfallsaðgerða segir framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Við kynnum okkur hvernig staðið er að undanþágum á bensínstöðvum og heyrum einnig í þeim sem eru að reyna fleyta sinni starfsemi áfram án undanþágu.

Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar er reið og sár út í heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa mun fyrr inn í og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Þá kynnum við okkur gagnrýni á fræolíur – sem næringarfræðingur vísar á bug, sjáum nýjar myndir frá Öskju sem er undir nánu eftirliti og kíkjum í kjötvinnslu þar sem verið er að undirbúa sprengidaginn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×