Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2023 20:37 Edda Falak er þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttarins Eigin kvenna. Vísir/Vilhelm Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Dóttir konunnar steig fram í þættinum og lýsti andlegu ofbeldi sem móðir hennar hafði beitt hana alla hennar æsku. Í þættinum voru spilaðar hljóðupptökur af samskiptum móðurinnar við dóttur sína en meðal þess sem hún sagði var: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“ og „ég þoli þig ekki“. Málaferli hófust í haust en nú er beðið eftir því að aðalmeðferð fari fram. Líklega fer hún fram í mars en móðirin krefst miskabóta en aðallega snýst málið um uppreisn æru, að hún fái staðfest að á henni hafi verið brotið. „Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ segir Auður. Fyrr í dag greindi DV frá því að Edda hefði boðað breytingar á Eigin konum. Enginn þáttur hefur komið síðan fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir enga þætti hafa áskrifendur þáttarins á Patreon greitt fyrir áskrift sína en samkvæmt útreikningum DV eru það að minnsta kosti 1,8 milljón króna sem hún hefur fengið síðustu tvo mánuði. Búið er að setja tilkynningu á Patreon áskriftarvef Eigin kvenna þar sem segir að áskrifendur muni ekki greiða mánaðargjald fyrir mars. Breytingar eru væntanlegar sem munu vera tilkynntar fyrir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Fjölmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira