Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 22:41 Karima El Mahroug, einnig þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby, (t.v.) var sautján ára þegar Berlusconi var sakaður um að hafa greitt henni fyrir kynlíf. Hún er þrítug í dag og neitar því að hafa átt vingott við forsætisráðherrann aldna. AP/Claudio Furlan Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni. Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni.
Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41
Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51