Lífið

Bruce Willis með fram­heila­bilun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bruce Willis ásamt eiginkonu sinni, Emma Herning árið 2019.
Bruce Willis ásamt eiginkonu sinni, Emma Herning árið 2019. Getty/VCG

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 

Fjölskyldan hans greinir frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum. Framheilabilun er fremur sjaldgæf en skýrist af hrörnum í framhluta heilans. Bruce er 67 ára gamall en í tilkynningunni segir að það sé mikill léttir að hann sé loksins kominn með skýra greiningu. 

Willis er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Die Hard, The Sixth Sense, Pulp Fiction og Armageddon. 

Hann er giftur fyrirsætunni Emma Heming og á með henni tvær dætur. Fyrir á hann þrjár dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Demi Moore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.