Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 16:01 Raphinha fagnar marki sínu fyrir Barcelona á móti Manchester United í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni. Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira