„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 11:57 Hildur segir áhyggjur hafa verið uppi vegna brunavarna og einstakra atvika. Vísir/Vilhelm „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47