„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2023 14:25 Mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar vilja ekki sjókvíaeldi í fjörðinn en áætlanir ganga út á að setja þar niður tíu þúsund tonna eldi. vísir/vilhelm Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum. Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“ Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“
Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27