Umfjöllun og viðöl: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Sjóðheitir Þórsarar keyrðu yfir orkulitla Keflvíkinga Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2023 23:01 vísir/hulda margrét Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. Topplið Keflavík tók á móti Þórsurum í Blue-höllinni í Subway deild karla í kvöld. Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu eftir erfiða byrjun á tímabilinu og höfðu fyrir kvöldið unnið þrjá leiki í röð. Keflvíkingar mættu til leiks með laskaðan hóp, en þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og fengu mörg opin færi. Vörn heimamanna virkaði letileg þar sem varnarmenn voru seinir að skipta og hjálpa. Að sama skapi virkaði sókn Keflvíkinga handahófskennd og ekki hjálpaði til þegar leikstjórnandinn og fyrirliðinn Valur Orri Valsson þurfti að setjast á bekkinn eftir aðeins nokkrar mínútur þar sem hann var kominn með þrjár villur. Keflvíkingar lögðu mikla áherslu á að stoppa Vincent Shahid sem var aðeins með átta stig í hálfleik, en þó með sex stoðsendingar og stigin að dreifast vel hjá gestunum. Sóknin hjá Keflavík var ekki að flæða vel í fyrri hálfleik og einstaklingsframtakið var allsráðandi. Aðeins níu stoðsendingar komnar á blað í hálfleik, gegn 16 hjá Þórsurum. Keflvíkingar mættu öllu líflegri til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótt í 6 stig. Þá tók Lárus Jónsson leikhlé og náði að stilla sína menn af á ný. Þriðji leikhlutinn gekk svo svona fram og til baka. Keflavík minnkaði í sex stig og Þórsarar svöruðu með nokkrum körfum. Rétt áður en leikhlutinn kláraðist setti Igor Maric þrist, sinn þriðja í leiknum, en Emil svaraði að bragði og munurinn níu stig þegar tíu mínútur voru eftir. Heppnin var ekki beinlínis með Keflvíkingum í þessum leikhluta en ófáir þristar sem virtust vera á leiðinni ofan í skoppuðu uppúr þegar á hringinn var komið. Þórsarar hófu 4. leikhlutann á 7-0 áhlaupi og þar með var tónninn sleginn fyrir lokaátökin. Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka kom Vincent gestunum 20 stigum yfir og Keflvíkingar virtust hreinlega sprungnir á limminu og búnir að leggja árar í bát. Varamenn beggja liða kláruðu svo síðustu tvær mínútur leiksins, og David Okeke reyndar með þeim, lokatölur 83-104 og öruggur og mjög sanngjarn sigur Þórs staðreynd. Af hverju vann Þór? Þórsarar tóku leikinn í sínar hendur nánast strax í byrjun. Þeir spiluðu hraðan en einfaldan leik og Keflvíkingar voru alltaf að elta. Undir lokin virtustu Keflvíkingar svo ekki eiga orku í enn eitt áhlaupið. Hverjir stóðu upp úr? Þórsarar fengu yfir 20 stig frá þremur leikmönnum. Vincent Shahid og Jordan Semple báðir með 23 og Pablo Hernandez með 21 stig af bekknum og frábæra skotnýtingu. Vincent bætti við tíu stoðsendingum og Semple sjö fráköstum. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti sóknarlega. Milka lét reglulega til sín taka en það virtist útheimta mikla orku. 15 stig frá honum og 15 fráköst sömuleiðis, þar af sjö sóknarfráköst. Eric Ayala og David Okeke voru stigahæstir heimamanna, báðir með 18 stig, en Keflvíkingar hefðu þurft á mun afgerandi leik frá honum að halda. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflvíkinga gekk ekki vel í þessum leik og Þórsarar fengu mikið af opnum færum. Hreyfanleikinn var ekki til staðar í kvöld hjá Keflvíkingum sem virtust á köflum varla nenna að spila vörn og elta sína menn. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjahlé, en næstu leikir liðanna eru í mars. Þann 5. fá Þórsarar ÍR í heimsókn og 6. mars sækja Keflvíkingar botnlið KR heim. Menn bara stóðu inn í teig og gáfu hornin galopin. Menn þurfa að hreyfa sig Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur við leik sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur við leik sinna manna, og þá ekki síst andlega þáttinn. Hann vildi meina að hans menn ættu alveg að vera í nógu góðu formi til að klára körfuboltaleik, en þeir hefðu farið að hengja haus alltof snemma. „Við erum bara ofboðslega „soft“ í öllum aðgerðum. Svona hálf rænulausir einhvern veginn, ég veit ekki alveg hvað er að frétta hérna, sérstaklega varnarlega. Þeir skora einhver 55 stig í fyrri hálfleik og við bara gáfum þeim skot eftir skot eftir skot. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang. Það eru bara róteringar sem vantar. Við fórum yfir þetta alla vikuna og þetta kom ekkert á óvart. Menn bara stóðu inn í teig og gáfu hornin galopin. Menn þurfa að hreyfa sig.“ Nú sakna Keflvíkingar klárlega tveggja lykilmanna úr hópnum. Var þreytan farin að segja til sín í lokin? „Það getur vel verið. En menn eiga að vera í góðu formi og geta hlaupið svolítið og tórað út í einhverjar 30 plús mínútur. Jú það getur vel verið en menn fóru að hengja svolítið haus fannst mér frekar.“ Má segja að leikurinn hafi þróast eins og Þórsarar vildu, í hraðan leik þar sem Keflavík þurfti að elta allan tímann? „Þeir gera bara eitt atriði allan leikinn. Fara í boltaskrín á toppnum og ráðast á ákveðinn mann. Þar af leiðandi þróaðist þetta svona. Við ætluðum að gera þetta öðruvísi en við gerðum í fyrri hálfleik, gerðum þetta aðeins betur í seinni en langt frá því sem þarf til að vinna leiki.“ Hvernig er staðan svo á Herði og Jaka? „Hörður er náttúrulega bara puttabrotinn og það eru 4-6 vikur. En Jaka vonumst við til að geta farið í einhvern „contact“ á næstu tveimur vikum. Vonandi verður hann bara klár í næsta leik en honum verður bara að líða vel með það líka.“ Keflvíkingar eru þrátt fyrir tapið í ansi góðri stöðu í deildinni, er það þá ekki bara áfram gakk þrátt fyrir þungt tap í kvöld? „Nú er tveggja vikna pása og við æfum vel og allt það en við þurfum að taka gott frí, hreinsa aðeins hugann og kúpla okkur aðeins út.“ Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs var nokkuð sáttur í leikslok og sagði að það væri alltaf auka hvatning að spila í Keflavík. „Það er svona extra hvatning að keppa hérna í Keflavík, sérstaklega eftir úrslitakeppnina hérna um árið. Við erum ekki búnir að tapa síðan og okkur líður bara mjög vel að spila á móti Keflavík svo það kom ekkert annað til greina en að sækja sigur í kvöld.“ Það er ekki oft sem lið sækja 20 stiga sigur í Keflavík. Hvað er að gerast í þessu Þórsliði, sem var ekki beinlínis að gera neinar rósir framan af móti? „Við töpum öllum leikjunum fyrir áramót nema einum með 2-3 stigum. Svo fáum við Jordan Semple til okkar og hann bindur þetta svolítið saman í vörn. Mér líður svolítið núna eins og þetta sé að nálgast Íslandsmeistaraliðið sem við vorum með og það verður bara mjög erfitt að spila við okkur ef við erum svona.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. Topplið Keflavík tók á móti Þórsurum í Blue-höllinni í Subway deild karla í kvöld. Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu eftir erfiða byrjun á tímabilinu og höfðu fyrir kvöldið unnið þrjá leiki í röð. Keflvíkingar mættu til leiks með laskaðan hóp, en þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þórsarar hófu leikinn af miklum krafti og fengu mörg opin færi. Vörn heimamanna virkaði letileg þar sem varnarmenn voru seinir að skipta og hjálpa. Að sama skapi virkaði sókn Keflvíkinga handahófskennd og ekki hjálpaði til þegar leikstjórnandinn og fyrirliðinn Valur Orri Valsson þurfti að setjast á bekkinn eftir aðeins nokkrar mínútur þar sem hann var kominn með þrjár villur. Keflvíkingar lögðu mikla áherslu á að stoppa Vincent Shahid sem var aðeins með átta stig í hálfleik, en þó með sex stoðsendingar og stigin að dreifast vel hjá gestunum. Sóknin hjá Keflavík var ekki að flæða vel í fyrri hálfleik og einstaklingsframtakið var allsráðandi. Aðeins níu stoðsendingar komnar á blað í hálfleik, gegn 16 hjá Þórsurum. Keflvíkingar mættu öllu líflegri til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótt í 6 stig. Þá tók Lárus Jónsson leikhlé og náði að stilla sína menn af á ný. Þriðji leikhlutinn gekk svo svona fram og til baka. Keflavík minnkaði í sex stig og Þórsarar svöruðu með nokkrum körfum. Rétt áður en leikhlutinn kláraðist setti Igor Maric þrist, sinn þriðja í leiknum, en Emil svaraði að bragði og munurinn níu stig þegar tíu mínútur voru eftir. Heppnin var ekki beinlínis með Keflvíkingum í þessum leikhluta en ófáir þristar sem virtust vera á leiðinni ofan í skoppuðu uppúr þegar á hringinn var komið. Þórsarar hófu 4. leikhlutann á 7-0 áhlaupi og þar með var tónninn sleginn fyrir lokaátökin. Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka kom Vincent gestunum 20 stigum yfir og Keflvíkingar virtust hreinlega sprungnir á limminu og búnir að leggja árar í bát. Varamenn beggja liða kláruðu svo síðustu tvær mínútur leiksins, og David Okeke reyndar með þeim, lokatölur 83-104 og öruggur og mjög sanngjarn sigur Þórs staðreynd. Af hverju vann Þór? Þórsarar tóku leikinn í sínar hendur nánast strax í byrjun. Þeir spiluðu hraðan en einfaldan leik og Keflvíkingar voru alltaf að elta. Undir lokin virtustu Keflvíkingar svo ekki eiga orku í enn eitt áhlaupið. Hverjir stóðu upp úr? Þórsarar fengu yfir 20 stig frá þremur leikmönnum. Vincent Shahid og Jordan Semple báðir með 23 og Pablo Hernandez með 21 stig af bekknum og frábæra skotnýtingu. Vincent bætti við tíu stoðsendingum og Semple sjö fráköstum. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti sóknarlega. Milka lét reglulega til sín taka en það virtist útheimta mikla orku. 15 stig frá honum og 15 fráköst sömuleiðis, þar af sjö sóknarfráköst. Eric Ayala og David Okeke voru stigahæstir heimamanna, báðir með 18 stig, en Keflvíkingar hefðu þurft á mun afgerandi leik frá honum að halda. Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflvíkinga gekk ekki vel í þessum leik og Þórsarar fengu mikið af opnum færum. Hreyfanleikinn var ekki til staðar í kvöld hjá Keflvíkingum sem virtust á köflum varla nenna að spila vörn og elta sína menn. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjahlé, en næstu leikir liðanna eru í mars. Þann 5. fá Þórsarar ÍR í heimsókn og 6. mars sækja Keflvíkingar botnlið KR heim. Menn bara stóðu inn í teig og gáfu hornin galopin. Menn þurfa að hreyfa sig Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur við leik sinna manna.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur við leik sinna manna, og þá ekki síst andlega þáttinn. Hann vildi meina að hans menn ættu alveg að vera í nógu góðu formi til að klára körfuboltaleik, en þeir hefðu farið að hengja haus alltof snemma. „Við erum bara ofboðslega „soft“ í öllum aðgerðum. Svona hálf rænulausir einhvern veginn, ég veit ekki alveg hvað er að frétta hérna, sérstaklega varnarlega. Þeir skora einhver 55 stig í fyrri hálfleik og við bara gáfum þeim skot eftir skot eftir skot. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang. Það eru bara róteringar sem vantar. Við fórum yfir þetta alla vikuna og þetta kom ekkert á óvart. Menn bara stóðu inn í teig og gáfu hornin galopin. Menn þurfa að hreyfa sig.“ Nú sakna Keflvíkingar klárlega tveggja lykilmanna úr hópnum. Var þreytan farin að segja til sín í lokin? „Það getur vel verið. En menn eiga að vera í góðu formi og geta hlaupið svolítið og tórað út í einhverjar 30 plús mínútur. Jú það getur vel verið en menn fóru að hengja svolítið haus fannst mér frekar.“ Má segja að leikurinn hafi þróast eins og Þórsarar vildu, í hraðan leik þar sem Keflavík þurfti að elta allan tímann? „Þeir gera bara eitt atriði allan leikinn. Fara í boltaskrín á toppnum og ráðast á ákveðinn mann. Þar af leiðandi þróaðist þetta svona. Við ætluðum að gera þetta öðruvísi en við gerðum í fyrri hálfleik, gerðum þetta aðeins betur í seinni en langt frá því sem þarf til að vinna leiki.“ Hvernig er staðan svo á Herði og Jaka? „Hörður er náttúrulega bara puttabrotinn og það eru 4-6 vikur. En Jaka vonumst við til að geta farið í einhvern „contact“ á næstu tveimur vikum. Vonandi verður hann bara klár í næsta leik en honum verður bara að líða vel með það líka.“ Keflvíkingar eru þrátt fyrir tapið í ansi góðri stöðu í deildinni, er það þá ekki bara áfram gakk þrátt fyrir þungt tap í kvöld? „Nú er tveggja vikna pása og við æfum vel og allt það en við þurfum að taka gott frí, hreinsa aðeins hugann og kúpla okkur aðeins út.“ Styrmir Snær Þrastarson leikmaður Þórs var nokkuð sáttur í leikslok og sagði að það væri alltaf auka hvatning að spila í Keflavík. „Það er svona extra hvatning að keppa hérna í Keflavík, sérstaklega eftir úrslitakeppnina hérna um árið. Við erum ekki búnir að tapa síðan og okkur líður bara mjög vel að spila á móti Keflavík svo það kom ekkert annað til greina en að sækja sigur í kvöld.“ Það er ekki oft sem lið sækja 20 stiga sigur í Keflavík. Hvað er að gerast í þessu Þórsliði, sem var ekki beinlínis að gera neinar rósir framan af móti? „Við töpum öllum leikjunum fyrir áramót nema einum með 2-3 stigum. Svo fáum við Jordan Semple til okkar og hann bindur þetta svolítið saman í vörn. Mér líður svolítið núna eins og þetta sé að nálgast Íslandsmeistaraliðið sem við vorum með og það verður bara mjög erfitt að spila við okkur ef við erum svona.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti