„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Münic í dag. AP/Michael Probst Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54