„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Münic í dag. AP/Michael Probst Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54