Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 20:52 Sanna Magdalena Mörtudóttir er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Stöð 2/Bjarni Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan: Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan:
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13