„Snýst um að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2023 22:37 Lárus Jónsson og lærisveinar hans hafa unnið fjóra leiki í röð. vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann. „Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
„Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01