Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart. Allir þrír stóru viðskiptabankarnir tilkynntu í gær vaxtahækkanir í samræmi við nýlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Formaður samtakanna kallar eftir aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.

Rætt verður við Breka Karlsson, formann samtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Við skoðum auðvitað kjaramálin en samningaviðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standa nú yfir í Karphúsinu. Fundir standa yfir þar til síðdegis í dag en fjölmiðlabann er í gildi. 

Þá hefur flosnað upp úr samningaviðræðum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins en flugmálastarfsmenn hafa verið samningslausir síðan í lok október. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×