Innlent

Von er á tilkynningu á sjötta tímanum

Árni Sæberg skrifar
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm

Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins.

Ástráður Haraldsson ætla að ávarpa fjölmiðla þegar fundum dagsins er lokið í Karphúsinu. Samningsaðilar hafa fundað þar stíft síðan í morgun og síðustu daga.

Í gær sagði Ástráður að samningaviðræður gengu vel og að í gær hafi eiginlegar viðræður um gerð samnings hafist. Samningsaðilar hafi farið yfir forsendur hvors annars fyrir viðræðunum og vinna við mikilvæga þætti á borð við launatöflugerð hafi hafist.

 

Ástráður hefur mælst til þess við forsvarsmenn Eflingar og SA að þeir ræði gerð samninga ekki opinberlega. „Það er til þess fallið að skapa ágreining,“ sagði hann í gær.

Því hefur lítið sem ekkert frést af gangi mála í Karphúsinu í dag. Þó bárust þau tíðindi að Halldór Benjamín Þorbergsson hafi mætt á fund í morgun, en hann hefur legið í veikindum undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×