„Farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 09:30 Þessir tveir komu að fyrra marki Liverpool á St. James´s Park í gær, laugardag. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira