Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 12:22 Christo Grozev á frumsýningu heimildarmyndarinnar Navalny. Rob Kim/Getty Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. Heimildarmyndin Navalny er tilnefnd til Bafta verðlauna í flokki heimilda. Christo Grozev, fréttamaður sem fjallað hefur mikið um Alexei Navalní og baráttu hans við rússnesk stjórnvöld, er áberandi í heimildarmyndinni. Grozev sagði á Twitter á föstudag að honum og fjölskyldu hans hefði verið meinað að mæta á verðlaunaafhendingu Bafta. I was surprised to discover that my whole family and I have all been banned by British police from attending this weekend's BAFTA awards where the documentary #Navalny is nominated. The reason stated: we "represent a public security risk". (1/3)— Christo Grozev (@christogrozev) February 17, 2023 Hann segir skipuleggjendur atburðarins hafa sagt að viðvera fjölskyldunnar myndi vera ógn við almenning. Það segir Grozev hafa komið sér á óvart og að hann skilji ekki hvernig börnin hans geta verið ógn við almenning. Þá segir hann mætingarbannið vera alvarlega aðför að frelsi blaðamanna. Flúði Austurríki fyrir skömmu Grozev hefur ekki bakað sér miklar vinsældir stjórnvalda í Kreml með umfjöllun sinni um Navalní og fleiri rússneska andófsmenn. Hann fjallaði meðal annars ítarlega um eitranir með taugaeitrinu Novichok árið 2018. Hann tilkynnti í janúar að hann hefði neyðst til að flýja heimili sitt í Austurríki eftir að hafa fengið fjölda viðvarana frá stjórnvöldum um að hann væri í hættu. Hann býr núna ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Heimildarmyndin Navalny er tilnefnd til Bafta verðlauna í flokki heimilda. Christo Grozev, fréttamaður sem fjallað hefur mikið um Alexei Navalní og baráttu hans við rússnesk stjórnvöld, er áberandi í heimildarmyndinni. Grozev sagði á Twitter á föstudag að honum og fjölskyldu hans hefði verið meinað að mæta á verðlaunaafhendingu Bafta. I was surprised to discover that my whole family and I have all been banned by British police from attending this weekend's BAFTA awards where the documentary #Navalny is nominated. The reason stated: we "represent a public security risk". (1/3)— Christo Grozev (@christogrozev) February 17, 2023 Hann segir skipuleggjendur atburðarins hafa sagt að viðvera fjölskyldunnar myndi vera ógn við almenning. Það segir Grozev hafa komið sér á óvart og að hann skilji ekki hvernig börnin hans geta verið ógn við almenning. Þá segir hann mætingarbannið vera alvarlega aðför að frelsi blaðamanna. Flúði Austurríki fyrir skömmu Grozev hefur ekki bakað sér miklar vinsældir stjórnvalda í Kreml með umfjöllun sinni um Navalní og fleiri rússneska andófsmenn. Hann fjallaði meðal annars ítarlega um eitranir með taugaeitrinu Novichok árið 2018. Hann tilkynnti í janúar að hann hefði neyðst til að flýja heimili sitt í Austurríki eftir að hafa fengið fjölda viðvarana frá stjórnvöldum um að hann væri í hættu. Hann býr núna ásamt fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Mál Alexei Navalní Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira